Prentað þann 16. jan. 2025
Breytingareglugerð
1056/2005
Reglugerð um breytingu á reglugerð nr. 577/1989, um frjálsa og sérstaka skráningu vegna leigu eða sölu á fasteign, með síðari breytingum.
1. gr.
Í stað 1.-3. tölul. 2. mgr. 4. gr. reglugerðarinnar koma eftirfarandi töluliðir:
- Skriflegur leigusamningur.
- Yfirlýsing leigutaka um að hann samþykki fyrir sína hönd frjálsa skráningu og þar með greiðslu virðisaukaskatts af leigugjaldi.
- Vottorð um að yfirlýsingu skv. 2. tölul. hafi verið þinglýst.
2. gr.
Reglugerð þessi er sett með stoð í 6. gr. laga nr. 50/1988, um virðisaukaskatt, og öðlast þegar gildi.
Fjármálaráðuneytinu, 21. nóvember 2005.
F. h. r.
Baldur Guðlaugsson.
Vala R. Þorsteinsdóttir.
Fyrirvari
Reglugerðir eru birtar í B-deild Stjórnartíðinda skv. 3. gr. laga um Stjórnartíðindi og Lögbirtingablað, nr. 15/2005, sbr. reglugerð um útgáfu Stjórnartíðinda nr. 958/2005.
Sé misræmi milli þess texta sem birtist hér í safninu og þess sem birtur er í útgáfu B-deildar Stjórnartíðinda skal sá síðarnefndi ráða.