Prentað þann 22. des. 2024
1047/2022
Reglugerð um (7.) breytingu á reglugerð nr. 55/2009 um styrki til kaupa á næringarefnum og sérfæði.
1. gr.
2. og 3. mgr. 5. gr. reglugerðarinnar orðast svo:
Í umsókninni skal ávallt koma fram mat á nauðsyn næringarefna og sérfræðis frá þeim heilbrigðisstarfsmanni sem vinnur að lausn fyrir viðkomandi einstakling ásamt lýsingu á næringarvanda og rökstuðningur fyrir þörf á næringarefni og sérfæði.
Ef breyting verður á sjúkdómsástandi/næringarvanda getur þurft nýja umsögn hlutaðeigandi heilbrigðisstarfsmanns. Ætíð er krafist nýrrar umsagnar með umsókn ef ekki er samræmi milli þeirra næringarefna og/eða sérfæðis sem sótt er um greiðsluþáttöku vegna og þeirra upplýsinga sem áður hafa borist með umsókn til Sjúkratrygginga Íslands um þörf á næringarefni og sérfæði. Sjúkratryggingar Íslands geta áskilið að lagt sé fram læknisvottorð.
2. gr.
Reglugerð þessi, sem sett er með stoð í 1. mgr. 27. gr. laga nr. 112/2008, um sjúkratryggingar, öðlast þegar gildi.
Heilbrigðisráðuneytinu, 1. september 2022.
F. h. r.
Ásta Valdimarsdóttir.
Guðlaug Einarsdóttir.
Fyrirvari
Reglugerðir eru birtar í B-deild Stjórnartíðinda skv. 3. gr. laga um Stjórnartíðindi og Lögbirtingablað, nr. 15/2005, sbr. reglugerð um útgáfu Stjórnartíðinda nr. 958/2005.
Sé misræmi milli þess texta sem birtist hér í safninu og þess sem birtur er í útgáfu B-deildar Stjórnartíðinda skal sá síðarnefndi ráða.