Fara beint í efnið

Prentað þann 27. des. 2024

Breytingareglugerð

1040/2015

Reglugerð um breytingu á reglugerð nr. 560/2009 um íslensk vegabréf.

1. gr.

19. gr. reglugerðarinnar fellur brott.

2. gr.

4. málsliður 2. mgr. 22. gr. reglugerðarinnar orðast svo:

Þeir sem gefa út neyðarvegabréf skulu þó senda Þjóðskrá Íslands upplýsingarnar til skráningar og skal það þá gert tafarlaust.

3. gr.

Reglugerð þessi, sem sett er samkvæmt 11. gr. laga um vegabréf nr. 136/1998, með síðari breytingum, öðlast gildi við birtingu.

Innanríkisráðuneytinu, 17. nóvember 2015.

Ólöf Nordal.

Ragnhildur Hjaltadóttir.

Fyrirvari

Reglugerðir eru birtar í B-deild Stjórnartíðinda skv. 3. gr. laga um Stjórnartíðindi og Lögbirtingablað, nr. 15/2005, sbr. reglugerð um útgáfu Stjórnartíðinda nr. 958/2005.

Sé misræmi milli þess texta sem birtist hér í safninu og þess sem birtur er í útgáfu B-deildar Stjórnartíðinda skal sá síðarnefndi ráða.