Fara beint í efnið

Ísland.is appið

Með ríkið í vasanum

Prentað þann 5. des. 2025

Stofnreglugerð

1038/2025

Reglugerð um skilyrði til afskráningar loftfara af loftfaraskrá.

1. gr. Loftfar tekið af skrá.

Loftfar skal tekið af skrá að uppfylltum skilyrðum 46. gr. laga um loftferðir, nr. 80/2022, auk eftirfarandi skilyrða:

Skráður eigandi og/eða umráðandi loftfars hafi lagt fram staðfestingu á að gerð hafi verið skil á gjöldum samkvæmt 195. gr. og 197. gr. laganna vegna þess loftfars sem beiðni um afskráningu lýtur að, en gjöldin eru tryggð með lögveði á þann hátt er greinir í 6. mgr. 198. gr. laganna. Einnig er heimilt að taka loftfarið af skrá ef eigandi og/eða umráðandi loftfars leggur fram staðfestingu lögveðshafa um að samið hafi verið um uppgjör gjaldanna eða lögveðshafi staðfesti á annan hátt að fullnægjandi trygging hafi verið sett fyrir greiðslu þeirra.

2. gr. Lagastoð og gildistaka.

Reglugerð þessi, sem sett er með heimild í 2. mgr. 46. gr. og b-lið 1. mgr. 51. gr. laga um loftferðir nr. 80/2022, öðlast þegar gildi og tekur einnig til beiðna um afskráningu sem þegar eru til meðferðar.

Innviðaráðuneytinu, 2. október 2025.

Eyjólfur Ármannsson.

Ingilín Kristmannsdóttir.

B deild - Útgáfudagur: 2. október 2025

Fyrirvari

Reglugerðir eru birtar í B-deild Stjórnartíðinda skv. 3. gr. laga um Stjórnartíðindi og Lögbirtingablað, nr. 15/2005, sbr. reglugerð um útgáfu Stjórnartíðinda nr. 958/2005.

Sé misræmi milli þess texta sem birtist hér í safninu og þess sem birtur er í útgáfu B-deildar Stjórnartíðinda skal sá síðarnefndi ráða.