Fara beint í efnið

Prentað þann 25. des. 2024

Breytingareglugerð

1038/2016

Reglugerð um (4.) breytingu á reglugerð nr. 888/2015 um skráningu, mat, leyfisveitingu og takmarkanir að því er varðar efni (REACH).

1. gr.

Við 1. gr. reglugerðarinnar bætast fimm töluliðir, 39., 40., 41., 42., og 43. liður, sem orðast svo:

  1. Reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2016/863 frá 22. júní 2016 um breytingu á VII. og VIII. viðauka (viðvíkjandi húðætingu/húðertingu, alvarlegum augnskaða/augnsnertingu og bráðum eiturhrifum) við reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (EB) nr. 1907/2006 um skráningu, mat, leyfisveitingu og takmarkanir að því er varðar efni (efnareglurnar (REACH)), sem vísað er til í tölul. 12zc, XV. kafla II. viðauka samningsins um Evrópska efnahagssvæðið eins og honum var breytt með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 176/2016, þann 23. september 2016. Reglugerðin er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 57 frá 13. október 2016, bls. 918-922.
  2. Reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2016/1005 frá 22. júní 2016 um breytingu á XVII. viðauka (viðvíkjandi asbesttrefjum (krýsótíli)) við reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (EB) nr. 1907/2006 um skráningu, mat, leyfisveitingu og takmarkanir að því er varðar efni (efnareglurnar (REACH)), sem vísað er til í tölul, 12zc, XV. kafla II. viðauka samningsins um Evrópska efnahagssvæðið eins og honum var breytt með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 177/2016, þann 23. september 2016. Reglugerðin er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 57 frá 13. október 2016, bls. 923-926.
  3. Reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2016/1017 frá 23. júní 2016 um breytingu á XVII. viðauka (viðvíkjandi ólífrænum ammóníumsöltum) við reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (EB) nr. 1907/2006 um skráningu, mat, leyfisveitingu og takmarkanir að því er varðar efni (efnareglurnar (REACH)), sem vísað er til í tölul. 12zc, XV. kafla II. viðauka samningsins um Evrópska efnahagssvæðið eins og honum var breytt með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 177/2016, þann 23. september 2016. Reglugerðin er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 57 frá 13. október 2016, bls. 1925-1928.
  4. Framkvæmdarreglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2016/823 frá 25. maí 2016 um breytingu á reglugerð (EB) nr. 771/2008 um reglur sem varða skipulag og málsmeðferð kærunefndar Efnastofnunar Evrópu, sem vísað er til í tölul. 12zs, XV. kafla II. viðauka samningsins um Evrópska efnahagssvæðið eins og honum var breytt með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 178/2016, þann 23. september 2016. Reglugerðin er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 57 frá 13. október 2016, bls. 927-932.
  5. Reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2016/266 frá 7. desember 2015 um breytingu á reglugerð (EB) nr. 440/2008 þar sem mælt er fyrir um prófunaraðferðir samkvæmt reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (EB) nr. 1907/2006 um skráningu, mat, leyfisveitingu og takmarkanir, að því er varðar efni, í því skyni að laga hana að tækniframförum (efnareglurnar (REACH)), sem vísað er til í tölul. 12zza, XV. kafla II. viðauka samningsins um Evrópska efnahagssvæðið eins og honum var breytt með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 148/2016, þann 8. júlí 2016. Reglugerðin er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 57 frá 13. október 2016, bls. 1479-1924.

2. gr.

Reglugerðin er sett til innleiðingar á eftirfarandi EES-gerðum:

  1. Reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2016/863 frá 22. júní 2016 um breytingu á VII. og VIII. viðauka (viðvíkjandi húðætingu/húðertingu, alvarlegum augnskaða/augnsnertingu og bráðum eiturhrifum) við reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (EB) nr. 1907/2006 um skráningu, mat, leyfisveitingu og takmarkanir að því er varðar efni (efnareglurnar (REACH)).
  2. Reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2016/1005 frá 22. júní 2016 um breytingu á XVII. viðauka (viðvíkjandi asbesttrefjum (krýsótíli)) við reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (EB) nr. 1907/2006 um skráningu, mat, leyfisveitingu og takmarkanir að því er varðar efni (efnareglurnar (REACH)).
  3. Reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2016/1017 frá 23. júní 2016 um breytingu á XVII. viðauka (viðvíkjandi ólífrænum ammóníumsöltum) við reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (EB) nr. 1907/2006 um skráningu, mat, leyfisveitingu og takmarkanir að því er varðar efni (efnareglurnar (REACH)).
  4. Framkvæmdareglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2016/823 frá 25. maí 2016 um breytingu á reglugerð (EB) nr. 771/2008 um reglur sem varða skipulag og málsmeðferð kærunefndar Efnastofnunar Evrópu.
  5. Reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2016/266 frá 7. desember 2015 um um breytingu á reglugerð (EB) nr. 440/2008 þar sem mælt er fyrir um prófunaraðferðir samkvæmt reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (EB) nr. 1907/2006 um skráningu, mat, leyfisveitingu og takmarkanir, að því er varðar efni, í því skyni að laga hana að tækniframförum (efnareglurnar (REACH))

3. gr.

Reglugerð þessi er sett með stoð í 1. tölul. 1. mgr. 11. gr. efnalaga nr. 61/2013.

Reglugerðin öðlast þegar gildi.

Umhverfis- og auðlindaráðuneytinu, 16. nóvember 2016.

F. h. r.

Sigríður Auður Arnardóttir.

Steinunn Fjóla Sigurðardóttir.

Fyrirvari

Reglugerðir eru birtar í B-deild Stjórnartíðinda skv. 3. gr. laga um Stjórnartíðindi og Lögbirtingablað, nr. 15/2005, sbr. reglugerð um útgáfu Stjórnartíðinda nr. 958/2005.

Sé misræmi milli þess texta sem birtist hér í safninu og þess sem birtur er í útgáfu B-deildar Stjórnartíðinda skal sá síðarnefndi ráða.