Fara beint í efnið

Ísland.is appið

Með ríkið í vasanum

Prentað þann 5. des. 2025

Breytingareglugerð

1035/2025

Reglugerð um breytingu á reglugerð nr. 1325/2024 um afrekssjóð í skák.

1. gr.

Á eftir 2. gr. reglugerðarinnar kemur ný grein, 2. gr. a, ásamt fyrirsögn, svohljóðandi:

Skilgreiningar.

Í þessari reglugerð er merking eftirfarandi hugtaka sem hér segir:

  1. Afreksskákmaður: Einstaklingur sem, á síðastliðnum 24 mánuðum, hefur uppfyllt a.m.k. tvö af neðangreindum viðmiðum:

    1. FIDE-titil, stórmeistaratitil, alþjóðlegan meistaratitil eða nálægt næsta titli með staðfestum viðmiðum.
    2. FIDE-stig ≥ 2450/2250.
    3. Lágmarksvirkni og fagleg æfingaáætlun.
  2. Efnilegur skákmaður: Einstaklingur á aldrinum 18-25 ára sem uppfyllir a.m.k. tvö skilyrði:

    1. FIDE-stig ≥ 2050/1950.
    2. Verðlaunasæti eða verulegur árangur á Norðurlandamóti, Evrópumóti eða heimsmeistaramóti í aldursflokki.
    3. Lágmarksvirkni og skipulögð þjálfun.

2. gr.

Á eftir 9. gr. reglugerðarinnar kemur ný grein, 9. gr. a, ásamt fyrirsögn, svohljóðandi:

Lágmarksvirkni.

Lágmarksvirkni er notuð sem viðmið við mat á umsóknum:

  1. Afreksskákfólk: 60 reiknaðar kappskákir á ári, með sveigjanleika fyrir landsliðsverkefni og/eða afreksæfingabúðir.
  2. Efnilegur skákmaður: 45 reiknaðar kappskákir á ári.

Heimilt er að víkja frá lágmarksvirkni ef umsækjandi sýnir fram á sambærilegan alþjóðlegan árangur eða gildar ástæður eru fyrir hendi.

3. gr.

Við 10. gr. reglugerðarinnar bætist ný málsgrein, svohljóðandi:

Styrkþegi skal undirrita styrktar- og ábyrgðarsamning innan 14 daga frá dagsetningu tilkynningar um úthlutun. Verði samningur ekki undirritaður innan frests fellur úthlutun sjálfkrafa niður nema sérstakar aðstæður réttlæti framlengingu, þó að hámarki 14 daga til viðbótar.

4. gr.

Við 14. gr. reglugerðarinnar bætist ný málsgrein, svohljóðandi:

Styrkir sem ekki eru sóttir, eða þegar styrkþegi uppfyllir ekki lengur skilyrði til úthlutunar, skulu renna aftur til sjóðsins og verða teknir til endurúthlutunar á sama fjárhagsári eða við fyrstu mögulega úthlutun eftir það.

5. gr.

Reglugerð þessi er sett samkvæmt heimild í 7. gr. laga um skák, nr. 100/2025. Reglugerðin öðlast þegar gildi.

Mennta- og barnamálaráðuneytinu, 30. september 2025.

Guðmundur Ingi Kristinsson.

Erna Kristín Blöndal.

B deild - Útgáfudagur: 2. október 2025

Fyrirvari

Reglugerðir eru birtar í B-deild Stjórnartíðinda skv. 3. gr. laga um Stjórnartíðindi og Lögbirtingablað, nr. 15/2005, sbr. reglugerð um útgáfu Stjórnartíðinda nr. 958/2005.

Sé misræmi milli þess texta sem birtist hér í safninu og þess sem birtur er í útgáfu B-deildar Stjórnartíðinda skal sá síðarnefndi ráða.