Fara beint í efnið

Prentað þann 23. des. 2024

Breytingareglugerð

1035/2023

Reglugerð um (6.) breytingu á reglugerð nr. 1140/2019, um ferðakostnað sjúkratryggðra og aðstandenda þeirra innanlands.

1. gr.

1. mgr. 2. gr. reglugerðarinnar skal orðast svo: Þurfi sjúkratryggður að leita sér óhjákvæmilegrar sjúkdómsmeðferðar utan heimabyggðar á opinberum sjúkrastofnunum eða hjá öðrum aðilum heilbrigðiskerfisins þar sem sjúkratryggingar taka þátt í kostnaði sjúkratryggðra, ýmist á grundvelli samnings eða gjaldskrár Sjúkratrygginga Íslands taka Sjúkratryggingar Íslands þátt í ferðakostnaði hans samkvæmt reglugerð þessari. Staðfesting læknis eða ljósmóður, ef við á, þarf að liggja fyrir þess efnis að sjúkdómsmeðferðin sé ekki veitt í heimabyggð sjúkratryggðs.

2. gr.

Orðin "í heimabyggð" í 1. málsl. 1. mgr. 3. gr. reglugerðarinnar falla brott.

3. gr.

Á 6. gr. reglugerðarinnar eru gerðar eftirfarandi breytingar:

  1. Orðin "í heimabyggð" í 1. málsl. 2. mgr. 6. gr. falla brott.
  2. Orðin "í heimabyggð eða læknir sem hefur sjúkratryggðan til greiningar og/eða meðferðar" í 1. máls. 3. mgr. 6. gr. falla brott.

4. gr.

Reglugerð þessi, sem sett er með stoð í 1. og 2. mgr. 30. gr. og 55. gr. laga nr. 112/2008 um sjúkratryggingar, með síðari breytingum, tekur gildi 13. október 2023.

Heilbrigðisráðuneytinu, 13. september 2023.

Willum Þór Þórsson.

Guðlaug Einarsdóttir.

Fyrirvari

Reglugerðir eru birtar í B-deild Stjórnartíðinda skv. 3. gr. laga um Stjórnartíðindi og Lögbirtingablað, nr. 15/2005, sbr. reglugerð um útgáfu Stjórnartíðinda nr. 958/2005.

Sé misræmi milli þess texta sem birtist hér í safninu og þess sem birtur er í útgáfu B-deildar Stjórnartíðinda skal sá síðarnefndi ráða.