Prentað þann 3. des. 2024
1031/2023
Reglugerð um breytingu á reglugerð um ættleiðingarfélög nr. 453/2009.
1. gr.
7. og 10. gr. reglugerðarinnar falla brott.
2. gr.
4. mgr. 12. gr. reglugerðarinnar orðast svo:
Félagið tekur við upplýsingum um tiltekið barn frá upprunaríkinu og aflar þýðinga. Félagið hefur milligöngu um að senda upplýsingarnar til sýslumanns til þess að sýslumaður geti veitt samþykki fyrir því að ættleiðingin megi fara fram samkvæmt c-lið 17. gr. Haag-samningsins. Ef sýslumaður telur gögnin fullnægjandi kynnir félagið væntanlegum kjörforeldrum málið og aflar samþykkis þeirra til áframhaldandi málsmeðferðar. Þegar samþykki sýslumanns samkvæmt c-lið 17. gr. Haag-samningsins liggur fyrir hefur félagið milligöngu um að senda samþykki sýslumanns til upprunaríkis.
3. gr.
Í stað "7" í 1. mgr. 15. gr. reglugerðarinnar kemur: 5.
4. gr.
Við 3. mgr. 21. gr. reglugerðarinnar bætist: Skal félagið gera ráðstafanir í sérstökum varasjóði til að mæta framangreindri kröfu.
5. gr.
Reglugerð þessi, sem sett er með heimild í 3. mgr. 34. gr. og 41. gr. laga um ættleiðingar nr. 130/1999, með síðari breytingum, öðlast gildi 1. október 2023.
Dómsmálaráðuneytinu, 28. september 2023.
Guðrún Hafsteinsdóttir.
Haukur Guðmundsson.
Fyrirvari
Reglugerðir eru birtar í B-deild Stjórnartíðinda skv. 3. gr. laga um Stjórnartíðindi og Lögbirtingablað, nr. 15/2005, sbr. reglugerð um útgáfu Stjórnartíðinda nr. 958/2005.
Sé misræmi milli þess texta sem birtist hér í safninu og þess sem birtur er í útgáfu B-deildar Stjórnartíðinda skal sá síðarnefndi ráða.