Fara beint í efnið

Prentað þann 27. jan. 2022

Breytingareglugerð

1019/2017

Reglugerð um (2.) breytingu á reglugerð nr. 960/2016 um gæði eldsneytis.

1. gr.

Við 15. gr. reglugerðarinnar bætist nýr töluliður, svohljóðandi:

  1. Reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) nr. 1307/2014 frá 8. desember 2014 um skilgreiningu á viðmiðunum og landfræðilegum mörkum graslendis þar sem líffræðileg fjölbreytni er mikil að því er varðar c-lið 3. mgr. 7 gr. b í tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins 98/70/EB að því er varðar gæði bensíns og dísileldsneytis og c-lið 3. mgr. 17. gr. í tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins 2009/28/EB um að auka notkun orku frá endurnýjanlegum orkugjöfum, sem vísað er til í tl. 6d, XVII. kafla II. viðauka samningsins um Evrópska efnahagssvæðið, eins og honum var breytt með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 176/2017, þann 22. september 2017. Ákvörðunin er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 67 frá 19. október 2017, bls. 164-166.

2. gr.

Reglugerð þessi er sett til innleiðingar á reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) nr. 1307/2014 frá 8. desember 2014 um skilgreiningu á viðmiðunum og landfræðilegum mörkum graslendis þar sem líffræðileg fjölbreytni er mikil að því er varðar c-lið 3. mgr. 7 gr. b í tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins 98/70/EB að því er varðar gæði bensíns og dísileldsneytis og c-lið 3. mgr. 17. gr. í tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins 2009/28/EB um að auka notkun orku frá endurnýjanlegum orkugjöfum.

3. gr.

Reglugerð þessi er sett með stoð í 13. tölul. 1. mgr. 11. gr. efnalaga nr. 61/2013.

Reglugerðin öðlast þegar gildi.

Umhverfis- og auðlindaráðuneytinu, 8. nóvember 2017.

Björt Ólafsdóttir.

Sigríður Auður Arnardóttir.

Fyrirvari

Reglugerðir eru birtar í B-deild Stjórnartíðinda skv. 3. gr. laga um Stjórnartíðindi og Lögbirtingablað, nr. 15/2005, sbr. reglugerð um útgáfu Stjórnartíðinda nr. 958/2005.

Sé misræmi milli þess texta sem birtist hér í safninu og þess sem birtur er í útgáfu B-deildar Stjórnartíðinda skal sá síðarnefndi ráða.