Prentað þann 25. nóv. 2024
1011/2017
Reglugerð um breytingu á reglugerð nr. 745/2016, um vigtun og skráningu sjávarafla.
1. gr.
2. mgr. 8. gr. reglugerðarinnar orðast svo:
Skipi sem landar óunnum afla, frágengnum til útflutnings, beint í flutningsfar, er heimilt að draga 12% frá vegnum afla vegna íshlutfalls. Komi í ljós við eftirlit Fiskistofu verulegt frávik frá 12% íshlutfalli í afla skips skal vigta afla skipsins skv. 1. mgr. og 1. mgr. 11. gr. í næstu 8 vikur. Ef ítrekuð veruleg frávik eru frá 12% íshlutfalli í afla skips skal vigta afla skipsins skv. 1. mgr. og 1. mgr. 11. gr. næstu 16 vikur.
2. gr.
Reglugerð þessi er sett samkvæmt lögum nr. 57/1996, um umgengni um nytjastofna sjávar, með síðari breytingum. Reglugerðin öðlast þegar gildi.
Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu, 23. nóvember 2017.
F. h. sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra,
Jóhann Guðmundsson.
Erna Jónsdóttir.
Fyrirvari
Reglugerðir eru birtar í B-deild Stjórnartíðinda skv. 3. gr. laga um Stjórnartíðindi og Lögbirtingablað, nr. 15/2005, sbr. reglugerð um útgáfu Stjórnartíðinda nr. 958/2005.
Sé misræmi milli þess texta sem birtist hér í safninu og þess sem birtur er í útgáfu B-deildar Stjórnartíðinda skal sá síðarnefndi ráða.