Fara beint í efnið

Prentað þann 28. mars 2024

Breytingareglugerð

1007/2019

Reglugerð um (18.) breytingu á reglugerð nr. 878/2014 um sæfivörur.

1. gr.

Við 1. gr. reglugerðarinnar bætast tveir nýir töluliðir, svohljóðandi:

  1. Framkvæmdarreglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2019/637 frá 23. apríl 2019 um að samþykkja kólekalsíferól sem virkt efni til notkunar í sæfivörur í vöruflokki 14, sem vísað er til í tl. 12zzzzzx, XV. kafla II. viðauka samningsins um Evrópska efnahagssvæðið, eins og honum var breytt með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 227/2019, þann 27. september 2019. Reglugerðin er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 86 frá 24. október 2019, bls. 395-400.
  2. Framkvæmdarákvörðun framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2018/622 frá 20. apríl 2018 um að samþykkja ekki klórófen sem fyrirliggjandi virkt efni til notkunar í sæfivörur í vöruflokki 3, sem vísað er til í tl. 12zzzzzi, XV. kafla II. viðauka samningsins um Evrópska efnahagssvæðið, eins og honum var breytt með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 181/2018, þann 21. september 2018. Reglugerðin er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 86 frá 24. október 2019, bls. 35.

2. gr.

Reglugerðin er sett til innleiðingar á eftirtöldum EES-gerðum:

  1. Framkvæmdarreglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2019/637 frá 23. apríl 2019 um að samþykkja kólekalsíferól sem virkt efni til notkunar í sæfivörur í vöruflokki 14.
  2. Framkvæmdarákvörðun framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2018/622 frá 20. apríl 2018 um að samþykkja ekki klórófen sem fyrirliggjandi virkt efni til notkunar í sæfivörur í vöruflokki 3.

3. gr.

Reglugerð þessi er sett með stoð í 3. tölul. 1. mgr. 11. gr. efnalaga nr. 61/2013 og öðlast þegar gildi.

Umhverfis- og auðlindaráðuneytinu, 5. nóvember 2019.

Guðmundur Ingi Guðbrandsson.

Sigríður Auður Arnardóttir.

Fyrirvari

Reglugerðir eru birtar í B-deild Stjórnartíðinda skv. 3. gr. laga um Stjórnartíðindi og Lögbirtingablað, nr. 15/2005, sbr. reglugerð um útgáfu Stjórnartíðinda nr. 958/2005.

Sé misræmi milli þess texta sem birtist hér í safninu og þess sem birtur er í útgáfu B-deildar Stjórnartíðinda skal sá síðarnefndi ráða.