Fara beint í efnið

Prentað þann 8. jan. 2025

Breytingareglugerð

1006/2024

Reglugerð um (5.) breytingu á reglugerð nr. 430/2021, um almennan stuðning við landbúnað.

1. gr.

Í stað greinarheitisins "Þróunarverkefni í nautgriparækt og sauðfjárrækt." á eftir 33. gr. kemur: Þróunarverkefni í hrossarækt, nautgriparækt og sauðfjárrækt.

2. gr.

1. ml. 33. gr. reglugerðarinnar orðast svo:

Þróunarfjármunum er ætlað að styðja við kennslu, rannsókir, leiðbeiningar og þróun í hrossarækt, nautgriparækt og sauðfjárrækt.

3. gr.

1. ml. 1. mgr. 34. gr. reglugerðarinnar orðast svo:

Fagráð í hrossarækt, nautgriparækt og sauðfjárrækt skulu gefa umsagnir um allar umsóknir sem berast, eftir því sem við á.

4. gr.

35. gr. reglugerðarinnar orðast svo:

Heildarframlög til þróunarverkefna í nautgripa- og sauðfjárrækt samkvæmt rammasamningi um almenn starfsskilyrði landbúnaðarins skiptast á milli þeirra greina með eftirfarandi hætti:

  1. Nautgriparækt 23%.
  2. Sauðfjárrækt 77%.

Í nautgriparækt eru styrkhæf þau verkefni sem talið er að styrki íslenska nautgriparækt og fela í sér rannsóknir og þróunarverkefni.

Í sauðfjárrækt eru styrkhæf þau verkefni sem talið er að styrki íslenska sauðfjárrækt og falla undir það að vera kennsla, rannsóknir, leiðbeiningar og/eða þróun í sauðfjárrækt.

Heildarframlög til þróunarverkefna í hrossarækt standa utan rammasamnings um almenn starfsskilyrði landbúnaðarins en árleg heildarframlög fyrir árin 2024-2026 verða að lágmarki 8 milljónir króna.

Í hrossarækt eru styrkhæf þau verkefni sem talin eru styrkja íslenska hrossarækt og stuðla að viðhaldi verðmætra eiginleika í íslenska hrossastofninum, verndun erfðafjölbreytileika hans sem og aukinni þekkingu á stofninum í gegnum menntun og rannsóknir. Einnig þau verkefni sem stuðla að góðri velferð hestsins.

5. gr.

Reglugerð þessi er sett samkvæmt heimild í búnaðarlögum nr. 70/1998 og búvörulögum nr. 99/1993. Reglugerðin öðlast þegar gildi.

Matvælaráðuneytinu, 20. ágúst 2024.

Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir.

Ása Þórhildur Þórðardóttir.

Fyrirvari

Reglugerðir eru birtar í B-deild Stjórnartíðinda skv. 3. gr. laga um Stjórnartíðindi og Lögbirtingablað, nr. 15/2005, sbr. reglugerð um útgáfu Stjórnartíðinda nr. 958/2005.

Sé misræmi milli þess texta sem birtist hér í safninu og þess sem birtur er í útgáfu B-deildar Stjórnartíðinda skal sá síðarnefndi ráða.