Prentað þann 22. des. 2024
1004/2010
Reglugerð um undanþágur til skipstjórnar- og vélstjórnarstarfa.
1. gr. Undanþágunefnd o.fl.
Samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra skipar undanþágunefnd skv. 1. mgr. 14. gr. laga nr. 30/2007 um áhafnir íslenskra fiskiskipa, varðskipa, skemmtibáta og annarra skipa. Um undanþágunefnd og undanþágur fer eftir ákvæðum reglugerðar þessara, sbr. og 14., 17. og 18. gr. laga nr. 30/2007.
Markmið reglugerðarinnar er að tryggja öryggi íslenskra skipa og áhafna þeirra.
2. gr. Umsókn um undanþágu.
Umsókn um undanþágu skal senda undanþágunefnd á sérstöku eyðublaði sem Siglingastofnun lætur gera og nálgast má á heimasíðu stofnunarinnar. Umsókn skal fylgja undanþágugjald. Óheimilt er að afgreiða umsókn um undanþágu nema allar umbeðnar upplýsingar liggi fyrir og að undanþágugjald hafi verið greitt.
3. gr. Skilyrði undanþágu.
Undanþágunefnd getur, í undantekningartilfellum og þegar menn með tilskilin réttindi vantar til starfa um borð, veitt undanþágu til þess að gegna stöðu á tilteknu skipi til allt að 6 mánaða í senn. Slík undanþága skal því aðeins veitt að undanþágunefnd telji að öryggi mannslífa, eigna eða umhverfis verði ekki stefnt í hættu og að sá sem undanþáguna á að fá sé að mati nefndarinnar hæfur til að annast starfið á öruggan hátt.
Undanþágu má ekki veita til að gegna stöðu skipstjóra eða yfirvélstjóra nema í neyðartilvikum og þá aðeins í eins skamman tíma og unnt er. Við alvarleg veikindi eða fráfall skírteinishafa þegar skip er á hafi úti er þeim sem gegnir næstu lægri stöðu ætíð heimilt að taka við starfi þess sem veikist eða fellur frá og ljúka sjóferðinni.
4. gr. Röðun skírteina.
Undanþágu má aðeins veita þeim sem hefur skírteini til að gegna næstu lægri stöðu sem undanþágu á að veita til, skv. eftirfarandi röðun skírteina skipstjórnar- og vélstjórnarmanna eða til þess sem lokið hefur sömu menntun, þjálfun og a.m.k. 50% þess siglingatíma sem krafist er. Ef ekki er krafist skírteinis í næstu stöðu fyrir neðan má veita þeim undanþágu sem að mati undanþágunefndar hefur til þess nægilega þekkingu og reynslu.
Skírteini skipstjórnarmanna:
1. | Skipstjóri (SS)/ Skipstjóri (A.1) | <</U> 12 m í strandsiglingum/ < 30 brl. í innanlandssiglingum |
2. 3. 4. 5. 6. 7. 8. 9. 10. 11. | Stýrimaður (AC) Skipstjóri (AD) Undirstýrimaður (BB) Yfirstýrimaður/stýrimaður (BA) Skipstjóri (BC) Yfirstýrimaður (CA) Skipstjóri (CB) Undirstýrimaður á varðskipi (DB) Yfirstýrimaður á varðskipi (DA) Skipherra á varðskipi (EA) | < 24 metrar í innanlandssiglingum < 24 metrar í innanlandssiglingum engar takmarkanir < 45 metrar í innanlandssiglingum < 45 metrar í innanlandssiglingum fiskiskip og önnur skip engar takmarkanir engar takmarkanir engar takmarkanir engar takmarkanir |
Skírteini vélstjórnarmanna:
1. 4. | Smáskipavélavörður <</U> 750 kW og <</U> 12 metrar Vélavörður <</U> 750 kW Yfirvélstjóri <</U> 375 kW Yfirvélstjóri <</U> 750 kW og < 24 metrar Yfirvélstjóri < 750 kW 1. vélstjóri <</U> 1.500 kW og undirvélstjóri <</U> 3.000 kW Yfirvélstjóri <</U> 1.500 kW og undirvélstjóri ótakmarkað 1. vélstjóri < 3.000 kW Yfirvélstjóri < 3.000 kW Yfirvélstjóri < 3.000 kW og 1. vélstjóri ótakmarkað Yfirvélstjóri ótakmarkað | (VM og SSV) (VV) (VVY) (VVY1) (VS.III) (VS.II) (VS.I) (VF.IV) (VF.III) (VF.II) (VF.I) |
5. gr. Gildistaka o.fl.
Reglugerð þessi, sem sett er skv. heimild í 19. gr. laga um áhafnir íslenskra fiskiskipa, varðskipa, skemmtibáta og annarra skipa nr. 30/2007, öðlast gildi 1. janúar 2011 og birtist til eftirbreytni öllum þeim sem hlut eiga að máli.
Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytinu, 2. desember 2010.
Ögmundur Jónasson.
Ragnhildur Hjaltadóttir.
Fyrirvari
Reglugerðir eru birtar í B-deild Stjórnartíðinda skv. 3. gr. laga um Stjórnartíðindi og Lögbirtingablað, nr. 15/2005, sbr. reglugerð um útgáfu Stjórnartíðinda nr. 958/2005.
Sé misræmi milli þess texta sem birtist hér í safninu og þess sem birtur er í útgáfu B-deildar Stjórnartíðinda skal sá síðarnefndi ráða.