Fara beint í efnið

Prentað þann 22. des. 2024

Breytingareglugerð

999/2022

Reglugerð um breytingu á reglugerð nr. 280/2021 um starfsemi Fasteignasjóðs Jöfnunarsjóð sveitarfélaga.

1. gr.

Í stað 2. málsl. d-liðar 2. gr. reglugerðarinnar koma tveir nýir málsliðir, svohljóðandi: Miða skal við að stærð hæfingarstöðvar nemi um 15 fermetrum á hvern einstakling sem njóta á þar þjónustu á hverjum tíma, byggingarkostnaður fari ekki fram úr kr. 540.000 á hvern fermetra og framlag Fasteignasjóðs nemi allt að 25% af þeim kostnaði. Hámarksfjárhæð byggingarkostnaðar skv. 1. málsl. skal taka árlegum breytingum í samræmi við mælda vísitölu byggingarkostnaðar á útreikningstíma hennar í desember ár hvert, í samanburði við vísitölu byggingarkostnaðar reiknaða í maí 2022, sem nam 105,0 stigum með grunn í desember 2021.

2. gr.

Reglugerð þessi, sem sett er á grundvelli 4. mgr. 13. gr. b laga um tekjustofna sveitarfélaga, nr. 4/1995, sbr. lög um breytingu á þeim nr. 9/2018, öðlast þegar gildi.

Innviðaráðuneytinu, 18. ágúst 2022.

F. h. r.

Ragnhildur Hjaltadóttir.

Aðalsteinn Þorsteinsson.

Fyrirvari

Reglugerðir eru birtar í B-deild Stjórnartíðinda skv. 3. gr. laga um Stjórnartíðindi og Lögbirtingablað, nr. 15/2005, sbr. reglugerð um útgáfu Stjórnartíðinda nr. 958/2005.

Sé misræmi milli þess texta sem birtist hér í safninu og þess sem birtur er í útgáfu B-deildar Stjórnartíðinda skal sá síðarnefndi ráða.