Prentað þann 10. apríl 2025
967/2020
Reglugerð um (1.) breytingu á reglugerð nr. 958/2020, um takmörkun á skólastarfi vegna farsóttar.
1. gr.
Í stað "30" í 1. mgr. 3. gr. og 1. mgr. 4. gr. reglugerðarinnar kemur: 20.
2. gr.
Við reglugerðina bætist nýtt ákvæði til bráðabirgða, svohljóðandi:
Til viðbótar við ákvæði reglugerðar þessarar skulu á gildistíma reglugerðarinnar gilda eftirfarandi takmarkanir í sveitarfélögunum Reykjavíkurborg, Seltjarnarnesbæ, Mosfellsbæ, Kjósarhreppi, Hafnarfjarðarkaupstað, Garðabæ og Kópavogsbæ: Í stað 1 metra nálægðartakmörkunar í leikskólum, sbr. 1., 2. og 4. mgr. 3. gr., grunnskólum, sbr. 1. og 3. mgr. 4. gr., framhaldsskólum, sbr. 1. og 4. mgr. 5. gr., og háskólum, sbr. 1. mgr. 6. gr., skal gilda 2 metra nálægðartakmörkun.
3. gr.
Reglugerð þessi, sem sett er með heimild í 12. gr. sóttvarnalaga nr. 19/1997, tekur gildi 7. október 2020.
Heilbrigðisráðuneytinu, 6. október 2020.
F. h. r.
Ásta Valdimarsdóttir.
Ásthildur Knútsdóttir.
Fyrirvari
Reglugerðir eru birtar í B-deild Stjórnartíðinda skv. 3. gr. laga um Stjórnartíðindi og Lögbirtingablað, nr. 15/2005, sbr. reglugerð um útgáfu Stjórnartíðinda nr. 958/2005.
Sé misræmi milli þess texta sem birtist hér í safninu og þess sem birtur er í útgáfu B-deildar Stjórnartíðinda skal sá síðarnefndi ráða.