Fara beint í efnið

Prentað þann 8. nóv. 2024

Breytingareglugerð

961/2010

Reglugerð um breytingu á reglugerð um jöfnun tekjutaps sveitarfélaga vegna lækkunar tekna af fasteignaskatti, nr. 80/2001 með síðari breytingum.

1. gr.

2. málsgrein 3. gr. hljóði svo:

Framlög Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga til einstakra sveitarfélaga skulu reiknast sem mismunur á fasteignamati og álagningarstofni í hverju sveitarfélagi, sbr. 1. mgr., margfaldaður með álagningarprósentu fasteignaskatts viðkomandi sveitarfélags, skv. a- og c-lið 3. gr. laga um tekjustofna sveitarfélaga, nr. 4/1995 með síðari breytingum, á því ári sem framlagið kemur til greiðslu.

2. gr.

Við reglugerðina bætist nýtt ákvæði til bráðabirgða er hljóðar svo:

Þrátt fyrir ákvæði 1. mgr. 5. gr. skal Jöfnunarsjóður sveitarfélaga á árinu 2011 greiða sveitarfélögum framlag fyrirfram sem nemur 60% af ráðstöfunarfé sjóðsins til greiðslu framlaganna á árinu 2011 að teknu tilliti til álagningarprósentu fasteignaskatts hvers sveitarfélags á árinu 2010, skv. a- og c-lið 3. gr. laga um tekjustofna sveitarfélaga, nr. 4/1995 með síðari breytingum.

3. gr.

Reglugerð þessi er sett á grundvelli 18. gr. laga um tekjustofna sveitarfélaga, nr. 4/1995, með síðari breytingum, og öðlast gildi 1. janúar 2011.

Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytinu, 8. desember 2010.

Ögmundur Jónasson.

Ragnhildur Hjaltadóttir.

Fyrirvari

Reglugerðir eru birtar í B-deild Stjórnartíðinda skv. 3. gr. laga um Stjórnartíðindi og Lögbirtingablað, nr. 15/2005, sbr. reglugerð um útgáfu Stjórnartíðinda nr. 958/2005.

Sé misræmi milli þess texta sem birtist hér í safninu og þess sem birtur er í útgáfu B-deildar Stjórnartíðinda skal sá síðarnefndi ráða.