Fara beint í efnið
Fyrri útgáfa

Prentað þann 22. des. 2024

Reglugerð með breytingum síðast breytt 11. mars 2022

960/2019

Reglugerð um takmarkanir við veiðum með fiskibotnvörpu.

1. gr.

Reglugerð þessi gildir um takmarkanir við veiðum með fiskibotnvörpu í fiskveiðilandhelgi Íslands.

2. gr. Á "Mehlsack".

Veiðar með fiskibotnvörpu eru óheimilar allt árið á svæði er markast af línu sem dregin er milli eftirfarandi hnita:

  1. 63°26,77´N - 25°23,25´V
  2. 63°06,50´N - 24°44,30´V
  3. 63°03,36´N - 24°55,51´V
  4. 63°19,00´N - 25°32,00´V
  5. 63°21,95´N - 25°39,65´V

Þrátt fyrir ofangreint bann er þó heimilt á tímabilinu frá og með 1. febrúar til og með 15. apríl að stunda veiðar innan svæðisins.

3. gr. Í Jökuldýpi.

Veiðar með fiskibotnvörpu eru óheimilar allt árið á svæði er markast af línu sem dregin er milli eftirfarandi hnita:

  1. 64°10,00´N - 25°37,00´V
  2. 63°53,00´N - 25°07,00´V
  3. 63°50,00´N - 25°40,00´V
  4. 63°50,00´N - 26°09,00´V
  5. 63°53,00´N - 26°13,00´V
  6. 64°00,50´N - 26°07,66´V

Þrátt fyrir ofangreint bann er þó heimilt á tímabilinu frá og með 1. október til og með 1. apríl að stunda veiðar innan svæðisins frá kl. 20.00 að kvöldi til kl. 8.00 að morgni.

4. gr. Suðvestur af Malarrifi.

Veiðar með fiskibotnvörpu eru óheimilar allt árið á svæði er markast af línu sem dregin er milli eftirfarandi hnita:

  1. 64°29,70´N - 24°33,00´V
  2. 64°30,80´N - 24°26,40´V
  3. 64°30,00´N - 24°25,60´V
  4. 64°28,60´N - 24°32,00´V

5. gr. Í Víkurál.

Veiðar með fiskibotnvörpu eru óheimilar allt árið á svæði er markast af línu sem dregin er milli eftirfarandi hnita:

  1. 66°04,00´N - 26°29,00´V
  2. 66°00,00´N - 26°26,00´V
  3. 65°57,00´N - 26°33,00´V
  4. 65°44,00´N - 26°35,00´V
  5. 65°49,00´N - 26°57,00´V
  6. 66°00,00´N - 26°50,00´V

Þrátt fyrir ofangreint bann er þó heimilt á tímabilinu frá kl. 20.00 að kvöldi til kl. 08.00 að morgni að stunda veiðar innan svæðisins.

6. gr. Norður af Horni.

Veiðar með fiskibotnvörpu eru óheimilar á tímabilinu frá og með 1. mars til og með 17. ágúst á svæði er markast af línu sem dregin er milli eftirfarandi hnita:

  1. 66°36,40´N - 23°22,00´V
  2. 66°42,50´N - 23°42,50´V
  3. 66°57,50´N - 22°00,00´V
  4. 67°02,00´N - 22°00,00´V
  5. 67°02,94´N - 21°45,00´V
  6. 66°29,20´N - 21°45,00´V

Að sunnan afmarkast svæðið af línu sem dregin er í 12 sjómílna fjarlægð frá viðmiðunarlínu, sbr. lög nr. 79/1997, um veiðar í fiskveiðilandhelgi Íslands.

7. gr. Á Sporðagrunni.

Veiðar með fiskibotnvörpu eru óheimilar allt árið á svæði er markast af línu sem dregin er milli eftirfarandi hnita:

  1. 66°34,42´N - 20°20,50´V
  2. 66°38,44´N - 20°16,67´V
  3. 66°47,37´N - 19°52,94´V
  4. 66°51,60´N - 19°21,89´V
  5. 66°38,32´N - 19°24,68´V

8. gr. Norðan Haganesvíkur.

Veiðar með fiskibotnvörpu eru óheimilar allt árið á svæði er markast af línu sem dregin er milli eftirfarandi hnita:

  1. 66°22,10´N - 19°32,30´V
  2. 66°26,99´N - 19°32,94´V
  3. 66°29,48´N - 18°58,76´V
  4. 66°23,98´N - 18°53,78´V

Að sunnan afmarkast svæðið af línu sem dregin er í 12 sjómílna fjarlægð frá viðmiðunarlínu, sbr. lög nr. 79/1997, um veiðar í fiskveiðilandhelgi Íslands.

9. gr. Á Sléttugrunni.

Veiðar með fiskibotnvörpu eru óheimilar allt árið á svæði er markast af línu sem dregin er milli eftirfarandi hnita:

  1. 67°07,00´N - 17°24,00´V
  2. 67°07,00´N - 17°20,00´V
  3. 66°51,00´N - 17°04,00´V
  4. 66°51,00´N - 17°20,00´V

10. gr. Á Digranesflaki.

Veiðar með fiskibotnvörpu eru óheimilar allt árið á svæði er markast af línu sem dregin er milli eftirfarandi hnita:

  1. 66°12,00´N - 13°48,00´V
  2. 66°23,00´N - 12°51,00´V
  3. 66°14,00´N - 12°40,00´V
  4. 66°03,00´N - 12°36,80´V
  5. 66°00,00´N - 12°51,80´V
  6. 65°59,00´N - 13°34,00´V

10. gr. a.

Frá og með 1. júlí til 31. desember ár hvert eru allar veiðar með fiskibotnvörpu bannaðar á svæði út af Glettinganesi sem markast af línu sem dregin er milli eftirfarandi hnita:

  1. 65°45,18´N - 13°47,06´V
  2. 65°45,18´N - 13°28,27´V
  3. 65°40,32´N - 13°17,92´V
  4. 65°34,84´N - 13°08,97´V
  5. 65°30,66´N - 13°07,82´V
  6. 65°30,66´N - 13°22,05´V
  7. 65°32,75´N - 13°22,62´V
  8. 65°36,75´N - 13°29,14´V

11. gr. Við Hrollaugseyjar.

Veiðar með fiskibotnvörpu eru óheimilar allt árið á svæði er markast af línu sem dregin er milli eftirfarandi hnita:

  1. 64°11,00´N - 15°42,50´V
  2. 63°57,70´N - 15°28,70´V
  3. 63°54,20´N - 15°46,50´V
  4. 63°54,00´N - 15°59,00´V
  5. 64°02,00´N - 16°11,20´V

12. gr. Fyrir Suðurlandi.

Veiðar með fiskibotnvörpu eru óheimilar allt árið innan þriggja mílna frá fjörumarki meginlandsins á svæði er markast að austan af línu sem dregin er réttvísandi suður frá 64°14,1´N - 14°58,4´V Stokksnesvita og að vestan af línu sem dregin er réttvísandi suður frá 63°48,0´N - 22°41,9´V Reykjanesvita.

13. gr. Umhverfis Vestmannaeyjar.

Veiðar með fiskibotnvörpu eru óheimilar allt árið innan línu sem dregin er í þriggja sjómílna fjarlægð frá fjörumarki eftirgreindra eyja og skerja: Elliðaeyjar, Bjarnareyjar, Heimaeyjar, Suðureyjar, Helliseyjar, Súlnaskers, Geirfuglaskers, Geldungs, Álseyjar, Grasleysu, Þrídranga og Einidrangs. Að norðan markast svæðið af línu sem dregin er í þriggja sjómílna fjarlægð frá fjörumarki meginlandsins, sbr. reglugerð nr. 732/1997 um bann við veiðum milli lands og Vestmannaeyja.

Þrátt fyrir ofangreint bann er þó heimilt á tímabilinu frá og með 21. febrúar til og með 15. maí að stunda veiðar innan svæðisins með fótreipisvörpu, á svæði vestan línu sem dregin er í réttvísandi norður frá Heimaey, þannig að austurkant Ystakletts og Faxaskersvita beri saman og norðan og vestan línu sem dregin er frá Heimaey um Grasleysu í Þrídranga, þaðan í Einidrang og síðan í réttvísandi suður.

Fótreipisvarpa er varpa sem búin er fótreipi gerðu úr vír eða keðju sem skífur, körtur úr gúmmíi eða gerviefni er þrætt upp á, enda sé heildarþvermálið ekki meira en 20 sm.

14. gr. Norðvestur af Heimaey.

Veiðar með fiskibotnvörpu eru óheimilar allt árið á svæði er markast af línu sem dregin er milli eftirfarandi hnita:

  1. 63°38,00´N - 20°34,00´V
  2. 63°30,70´N - 20°18,50´V
  3. 63°30,19´N - 20°16,24´V
  4. 63°27,00´N - 20°20,00´V
  5. 63°32,00´N - 20°34,00´V

15. gr. Á Álseyjarbleyðu.

Veiðar með fiskibotnvörpu eru óheimilar allt árið á svæði er markast af línu sem dregin er milli eftirfarandi hnita:

  1. 63°22,00´N - 20°24,00´V
  2. 63°22,00´N - 20°30,00´V
  3. 63°26,00´N - 20°28,00´V
  4. 63°26,00´N - 20°22,00´V

16. gr. Á Eyrarbakkabug.

Veiðar með fiskibotnvörpu eru óheimilar allt árið á svæði er markast af línu sem dregin er milli eftirfarandi hnita:

  1. 63°39,00´N - 20°34,00´V
  2. 63°32,00´N - 20°34,00´V
  3. 63°35,00´N - 21°00,00´V
  4. 63°46,00´N - 21°00,00´V

17. gr. Á Tánni.

Veiðar með fiskibotnvörpu eru óheimilar á tímabilinu frá og með 1. júní til og með 31. október á svæði er markast af línu sem dregin er milli eftirfarandi hnita:

  1. 63°10,00´N - 22°00,00´V
  2. 63°09,20´N - 21°55,50´V
  3. 63°05,40´N - 22°09,00´V
  4. 63°02,80´N - 22°23,50´V
  5. 63°03,00´N - 22°31,00´V
  6. 63°06,00´N - 22°41,00´V
  7. 63°09,20´N - 22°46,00´V
  8. 63°11,00´N - 22°42,00´V
  9. 63°05,00´N - 22°24,00´V

18. gr. Viðurlög.

Brot á reglugerð þessari varða viðurlögum samkvæmt lögum nr. 79/1997, um veiðar í fiskveiðilandhelgi Íslands.

19. gr. Gildistaka.

Reglugerð þessi er sett samkvæmt ákvæðum laga nr. 79/1997, um veiðar í fiskveiðilandhelgi Íslands. Reglugerðin öðlast þegar gildi. Jafnframt falla úr gildi reglugerð nr. 162/2002, um bann við veiðum með fiskibotnvörpu suðvestur af Malarrifi, reglugerð nr. 875/2005, um bann við veiðum með fiskibotnvörpu í Víkurál, reglugerð nr. 861/2006, um bann við veiðum með fiskibotnvörpu norðvestur af Heimaey, reglugerð nr. 100/2008, um bann við veiðum með fiskibotnvörpu í Eyrarbakkabug, reglugerð nr. 520/2010, um bann við veiðum með fiskibotnvörpu á Álseyjarbleyðu og reglugerð nr. 1065/2013, um friðun veiðisvæða fyrir Suðurlandi.

Fyrirvari

Reglugerðir eru birtar í B-deild Stjórnartíðinda skv. 3. gr. laga um Stjórnartíðindi og Lögbirtingablað, nr. 15/2005, sbr. reglugerð um útgáfu Stjórnartíðinda nr. 958/2005.

Sé misræmi milli þess texta sem birtist hér í safninu og þess sem birtur er í útgáfu B-deildar Stjórnartíðinda skal sá síðarnefndi ráða.