Fara beint í efnið

Prentað þann 22. des. 2024

Breytingareglugerð

958/2017

Reglugerð um breytingu á reglugerð nr. 505/1998, um áfengisgjald, með síðari breytingum.

1. gr.

Við 8. gr. reglugerðarinnar bætist ný málsgrein, svohljóðandi: Um endurgreiðslu áfengisgjalds til sendimanna erlendra ríkja við kaup á vörum innanlands fer eftir reglugerð nr. 957/2017, um endurgreiðslu virðisaukaskatts og áfengisgjalds til sendimanna erlendra ríkja.

2. gr.

Í stað orðanna "nr. 545/1990, um lækkun, niðurfellingu eða endurgreiðslu aðflutningsgjalda af vörum vegna endursendingar, eyðileggingar, rýrnunar, skemmda, vöntunar eða endursölu til útlanda o.fl., með síðari breytingum" í 3. málsl. 1. mgr. 9. gr. reglugerðarinnar kemur: nr. 630/2008, um ýmis tollfríðindi, með síðari breytingum.

3. gr.

Reglugerð þessi, sem er sett með stoð í 12. gr. laga nr. 96/1995, um gjald af áfengi og tóbaki, með síðari breytingum, öðlast þegar gildi.

Fjármála- og efnahagsráðuneytinu, 31. október 2017.

F. h. r.

Maríanna Jónasdóttir.

Steinar Örn Steinarsson.

Fyrirvari

Reglugerðir eru birtar í B-deild Stjórnartíðinda skv. 3. gr. laga um Stjórnartíðindi og Lögbirtingablað, nr. 15/2005, sbr. reglugerð um útgáfu Stjórnartíðinda nr. 958/2005.

Sé misræmi milli þess texta sem birtist hér í safninu og þess sem birtur er í útgáfu B-deildar Stjórnartíðinda skal sá síðarnefndi ráða.