Prentað þann 3. des. 2024
955/2016
Reglugerð um kröfur á sviði opinberra innkaupa um upplýsingar sem koma eiga fram í auglýsingum og öðrum tilkynningum, gögn til að sannreyna efnahagslega og fjárhagslega stöðu og tæknilega getu og kröfur um tæki og búnað fyrir rafræna móttöku.
Efnisyfirlit
- 1. gr. Tilkynningar um birtingu forauglýsingar.
- 2. gr. Forauglýsingar.
- 3. gr. Útboðsauglýsingar.
- 4. gr. Tilkynning um samningsgerð.
- 5. gr. Tilkynning um hönnunarsamkeppni.
- 6. gr. Tilkynning um úrslit hönnunarsamkeppni.
- 7. gr. Útboðstilkynning vegna samninga um félagsþjónustu eða aðra sértæka þjónustu.
- 8. gr. Forauglýsing vegna samninga um félagsþjónustu eða aðra sértæka þjónustu.
- 9. gr. Tilkynning samnings um félagsþjónustu eða aðra sértæka þjónustu.
- 10. gr. Upplýsingar í útboðsgögnum vegna rafrænna uppboða.
- 11. gr. Innihald boðs um að leggja fram tilboð, taka þátt í viðræðum eða staðfesta áhuga.
- 12. gr. Gögn til að sannreyna efnahagslega og fjárhagslega stöðu og tæknilega getu.
- 13. gr. Kröfur um tæki og búnað fyrir rafræna móttöku.
- 14. gr. Gildistaka og lagastoð.
1. gr. Tilkynningar um birtingu forauglýsingar.
Eftirfarandi skal koma fram í tilkynningum um birtingu forauglýsingar í upplýsingaskrá kaupanda:
- Nafn, eftir atvikum kennitala, heimilisfang, þ.m.t. NUTS-kóði, símanúmer, bréfasímanúmer, tölvupóstfang og veffang kaupanda, sem og samsvarandi upplýsingar um þjónustu þar sem hægt er að fá viðbótarupplýsingar.
- Tegund og aðalstarfsemi kaupanda.
- Ef við á, skal tilgreina hvort kaupandi sé miðlæg innkaupastofnun eða hvort um einhvers konar sameiginleg innkaup sé eða geti verið að ræða.
- CPV-kóðar.
- Veffang "upplýsingaskrár kaupanda" (URL).
- Sendingardagur tilkynningar um birtingu forauglýsingar í upplýsingaskrá kaupanda.
2. gr. Forauglýsingar.
Eftirfarandi skal koma fram í forauglýsingu, sbr. 1. mgr. 54. gr. laga um opinber innkaup:
- Nafn, eftir atvikum kennitala, heimilisfang, þ.m.t. NUTS-kóði, símanúmer, bréfasímanúmer, tölvupóstfang og veffang kaupanda, sem og samsvarandi upplýsingar um þjónustu þar sem hægt er að fá viðbótarupplýsingar.
- Tölvupóstfang eða veffang þar sem hægt er að fá beinan, ótakmarkaðan og fullan aðgang að útboðsgögnum án endurgjalds. Þegar ekki er hægt er að fá beinan, ótakmarkaðan og fullan aðgang að skjölum án endurgjalds, sbr. 2. mgr. 22. gr. laga um opinber innkaup, skal koma fram með hvaða hætti er hægt að nálgast útboðsgögn.
- Tegund og aðalstarfsemi kaupanda.
- Ef við á, skal tilgreina hvort kaupandi sé miðlæg innkaupastofnun eða hvort um sameiginleg innkaup sé eða geti verið að ræða.
- CPV-kóðar; þegar samningnum er skipt í hluta skal veita þessar upplýsingar fyrir hvern hluta.
- NUTS-kóði fyrir aðalverkstað að því er varðar verksamninga eða NUTS-kóði fyrir aðalstað þar sem afhending fer fram eða þjónusta er innt af hendi að því er varðar vöru- og þjónustusamninga; þegar samningnum er skipt í hluta skal veita þessar upplýsingar fyrir hvern hluta.
- Stutt lýsing á innkaupunum: eðli og umfang verks, eðli og magn eða verðgildi vöru, eðli og umfang þjónustu.
- Þegar þessi tilkynning er ekki notuð til að kynna útboð skal koma fram áætluð dagsetning fyrir birtingu útboðsauglýsingar að því er varðar samning eða samninga sem um getur í forauglýsingu.
- Sendingardagur auglýsingar.
- Allar aðrar viðeigandi upplýsingar.
- Upplýsingar um hvort samningurinn fellur undir samning Alþjóðaviðskiptastofnunarinnar (WTO) um opinber innkaup.
Eftirfarandi viðbótarupplýsingar eiga að koma fram þegar forauglýsing er notuð til að kynna lokað útboð eða samkeppnisútboð, skv. c-lið 2. mgr. 54. gr. laga um opinber innkaup:
- Upplýsingar um að áhugasöm fyrirtæki skuli greina kaupanda frá því ef þau hafa áhuga á samningi eða samningum.
- Tegund útboðs, þ.e. lokað útboð eða samkeppnisútboð.
- Tilgreina skal, eftir því sem við á hvort um rammasamninga eða gagnvirkt innkaupakerfi sé að ræða.
- Eftir því sem vitneskja er fyrir hendi, tímamörk fyrir afhendingu eða útvegun vöru, verks eða þjónustu og gildistími samningsins.
-
Eftir því sem vitneskja er fyrir hendi, skilyrði fyrir þátttöku, þ.m.t.:
- ef við á, skal tilgreina hvort opinberi samningurinn sé bundinn við verndaða vinnustaði eða hvort framkvæmd hans takmarkist við áætlanir um verndaða vinnu,
- ef við á, skal tilgreina hvort veiting þjónustunnar sé bundin við tiltekna starfsgrein í lögum eða stjórnsýslufyrirmælum,
- lýsing á valforsendum í stuttu máli.
- Stutt lýsing á forsendum sem beita skal við gerð samningsins, eftir því sem vitneskja er fyrir hendi.
- Eftir því sem vitneskja er fyrir hendi, áætluð heildarstærð samningsins eða samninganna. Þegar samningi er skipt í hluta skal veita þessar upplýsingar fyrir hvern hluta.
- Frestir til að láta vita af áhuga sínum.
- Heimilisfang eða upplýsingar um hvert skal tilkynna um áhuga sinn.
- Tungumál, eitt eða fleiri, sem leyft er að nota í tilkynningum um umsækjendur eða tilboðum.
-
Tilgreina skal, eftir því sem við á:
- hvort krafist verði rafrænnar framlagningar tilboða eða þátttökutilkynninga eða hún heimiluð,
- hvort rafrænar pantanir verði notaðar,
- hvort rafræn reikningagerð verði notuð,
- hvort rafræn greiðsla verði samþykkt.
- Upplýsingar um hvort samningurinn tengist verkefni og/eða áætlun sem fjármögnuð er úr sjóðum Evrópusambandsins.
- Nafn og heimilisfang aðilans sem sér um meðferð kærumála og, ef við á, sáttameðferð. Nákvæmar upplýsingar um það hvenær leggja má fram kæru í síðasta lagi eða, ef þörf krefur, nafn, heimilisfang, símanúmer, bréfasímanúmer og tölvupóstfang þjónustunnar sem veitir þessar upplýsingar.
3. gr. Útboðsauglýsingar.
Eftirfarandi skal koma fram í auglýsingu útboða, sbr. 55. gr. laga um opinber innkaup:
- Nafn, eftir atvikum kennitala, heimilisfang, þ.m.t. NUTS-kóði, símanúmer, bréfasímanúmer, tölvupóstfang og veffang kaupanda, sem og samsvarandi upplýsingar um þjónustu þar sem hægt er að fá viðbótarupplýsingar.
- Tölvupóstfang eða veffang þar sem hægt er að fá beinan, ótakmarkaðan og fullan aðgang að útboðsgögnum án endurgjalds. Þegar ekki er hægt er að fá beinan, ótakmarkaðan og fullan aðgang að skjölum án endurgjalds, sbr. 2. mgr. 22. gr. laga um opinber innkaup, skal koma fram með hvaða hætti er hægt að nálgast útboðsgögn.
- Tegund og aðalstarfsemi kaupanda.
- Ef við á, skal tilgreina hvort kaupandi sé miðlæg innkaupastofnun eða hvort um einhvers konar sameiginleg innkaup sé að ræða.
- CPV-kóðar; þegar samningnum er skipt í hluta skal veita þessar upplýsingar fyrir hvern hluta.
- NUTS-kóði fyrir aðalverkstað að því er varðar verksamninga eða NUTS-kóði fyrir aðalstað þar sem afhending fer fram eða þjónusta er innt af hendi að því er varðar vöru- og þjónustusamninga; þegar samningnum er skipt í hluta skal veita þessar upplýsingar fyrir hvern hluta.
- Lýsing á innkaupunum: eðli og umfang verks, eðli og magn eða verðgildi vöru, eðli og umfang þjónustu. Þegar samningnum er skipt í hluta skal veita þessar upplýsingar fyrir hvern hluta. Lýsing á valmöguleikum, eftir því sem við á.
- Áætluð heildarstærð samningsins eða samninganna; þegar samningi er skipt í hluta skal veita þessar upplýsingar fyrir hvern hluta.
- Samþykki eða bann við frávikstilboðum.
-
Tímamörk fyrir afhendingu eða útvegun vöru, verks eða þjónustu og, eftir því sem unnt er, gildistími samningsins:
- Sé um að ræða rammasamning skal tilgreina fyrirhugaðan gildistíma rammasamningsins og, ef við á, ástæður þess að gildistími er lengri en fjögur ár; eftir því sem unnt er skal tilgreina verðmæti eða stærð þeirra samninga sem á að gera og tíðni þeirra, fjölda og, eftir því sem við á, fyrirhugaðan hámarksfjölda fyrirtækja sem geta tekið þátt.
- Sé um að ræða gagnvirkt innkaupakerfi skal tilgreina fyrirhugaðan gildistíma kerfisins; eftir því sem unnt er, skal tilgreina verðmæti eða stærð þeirra samninga sem á að gera og tíðni þeirra.
-
Skilyrði fyrir þátttöku, þ.m.t.:
- ef við á, skal tilgreina hvort opinberi samningurinn sé bundinn við verndaða vinnustaði eða hvort framkvæmd hans takmarkist við áætlanir um verndaða vinnu,
- ef við á, skal tilgreina hvort þjónustustarfsemin er bundin við tiltekna starfsgrein með lögum eða stjórnsýslufyrirmælum,
- skrá yfir forsendur varðandi persónulega stöðu fyrirtækja, sem geta valdið útilokun þeirra ásamt stuttri lýsingu á þeim og yfir valforsendur, lágmarkskröfur sem hugsanlega eru gerðar. Tilgreina skal tilskildar upplýsingar (eigin yfirlýsingar, gögn).
- Tegund útboðs; ef við á, ástæðurnar fyrir notkun hraðútboðs, þ.e. í almennu eða lokuðu útboði og samkeppnisútboðum.
-
Tilgreina skal, eftir því sem við á:
- hvort um rammasamning er að ræða,
- hvort um gagnvirkt innkaupakerfi er að ræða,
- hvort um rafrænt uppboð sé að ræða.
- Þegar skipta á samningnum í nokkra hluta skal tilgreina hvort kostur er gefinn á því að bjóða í einn hlutann, nokkra hluta eða alla hlutana. Tilgreina skal hvers konar takmörkun á fjölda hluta sem getur komið í hlut eins og sama bjóðanda. Þegar samningnum er ekki skipt í hluta skal tilgreina ástæður þess nema þessar upplýsingar komi fram í stöku skýrslunni.
- Lágmarksfjöldi og, ef við á, fyrirhugaður hámarksfjöldi þátttakenda ásamt hlutlægum forsendum sem nota á við að velja þann fjölda, þegar um er að ræða lokað útboð, samkeppnisútboð, samkeppnisviðræður eða nýsköpunarsamstarf, þar sem ákveðið hefur verið að takmarka þann fjölda þátttakenda sem boðið er að gera tilboð, taka þátt í samningum eða viðræðum.
- Þegar um er að ræða samkeppnisútboð, samkeppnisviðræður eða nýsköpunarsamstarf skal tilgreina, ef við á, hvort ferlið fer fram í áföngum með það fyrir augum að fækka smám saman tilboðum sem samið verður um eða lausnum sem verða ræddar.
- Sé framkvæmd samningsins sérstökum skilyrðum háð skal tilgreina það, eftir því sem við á.
- Valforsendur sem beita skal við gerð samnings eða samninga. Í öðrum tilvikum en þeim þar sem fjárhagslega hagkvæmasta tilboðið er ákvarðað eingöngu á grundvelli verðs skal tilgreina forsendur fyrir fjárhagslega hagkvæmasta tilboði ásamt vægi þeirra ef þær koma ekki fram í útboðskilmálum eða, þegar um er að ræða samkeppnisviðræður, í skýringargögnum.
- Frestur til að taka við tilboðum (almenn útboð) eða þátttökutilkynningum (lokuð útboð, samkeppnisútboð, gagnvirk innkaupakerfi, samkeppnisviðræður, nýsköpunarsamstarf).
- Heimilisfang eða upplýsingar um hvert skal senda tilboð eða þátttökutilkynningar.
-
Almenn útboð:
- gildistími tilboðs,
- dagsetning, tími og staður þar sem tilboð verða opnuð,
- aðilar sem hafa heimild til að vera viðstaddir opnun tilboða.
- Tungumál, eitt eða fleiri, sem tilboð eða þátttökutilkynningar skulu samin á.
-
Tilgreina skal, eftir því sem við á:
- hvort krafist verði rafrænnar framlagningar tilboða eða þátttökutilkynninga eða hún heimiluð,
- hvort rafrænar pantanir verði notaðar,
- hvort rafræn reikningagerð verði samþykkt,
- hvort rafræn greiðsla verði notuð.
- Upplýsingar um hvort samningurinn tengist verkefni og/eða áætlun sem fjármögnuð er úr sjóðum Evrópusambandsins.
- Nafn og heimilisfang aðilans sem sér um meðferð kærumála og, ef við á, sáttameðferð. Nákvæmar upplýsingar um það hvenær leggja má fram kæru í síðasta lagi eða, ef þörf krefur, nafn, heimilisfang, símanúmer, bréfasímanúmer og tölvupóstfang þjónustunnar sem veitir þessar upplýsingar.
- Dagsetning og tilvísun í birtingar í Stjórnartíðindum Evrópusambandsins sem máli skipta að því er varðar samning eða samninga sem auglýstir eru í útboði.
- Þegar um endurtekin innkaup er að ræða skal gefa upp áætlaðan birtingartíma frekari útboðsauglýsinga.
- Sendingardagur útboðsauglýsingar.
- Upplýsingar um hvort samningurinn fellur undir samning um opinber innkaup (GPA).
- Allar aðrar viðeigandi upplýsingar.
4. gr. Tilkynning um samningsgerð.
Eftirfarandi skal koma fram í tilkynningum um samningsgerð, sbr. 84. gr. laga um opinber innkaup:
- Nafn, eftir atvikum kennitala, heimilisfang, þ.m.t. NUTS-kóði, símanúmer, bréfasímanúmer, tölvupóstfang og veffang kaupanda, sem og samsvarandi upplýsingar um þjónustu þar sem hægt er að fá viðbótarupplýsingar.
- Tegund og aðalstarfsemi kaupanda.
- Ef við á, skal tilgreina hvort kaupandi sé miðlæg innkaupastofnun eða hvort um einhvers konar sameiginleg innkaup sé að ræða.
- CPV-kóðar.
- NUTS-kóði fyrir aðalverkstað að því er varðar verksamninga eða NUTS-kóði fyrir aðalstað þar sem afhending fer fram eða þjónusta er innt af hendi að því er varðar samninga um vöru og þjónustu.
- Lýsing á innkaupunum: eðli og umfang verks, eðli og magn eða verðgildi vöru, eðli og umfang þjónustu. Þegar samningnum er skipt í hluta skal veita þessar upplýsingar fyrir hvern hluta. Lýsing á valmöguleikum, eftir því sem við á.
- Tegund útboðs; rökstuðningur ef um er að ræða samningskaup án undangenginnar birtingar.
-
Tilgreina skal, eftir því sem við á:
- hvort um rammasamning hafi verið að ræða,
- hvort um gagnvirkt innkaupakerfi hafi verið að ræða.
- Viðmiðanir, sbr. 79. gr. laga um opinber innkaup, sem voru notaðar við gerð samnings. Ef við á, skal tilgreina hvort um rafrænt uppboð hafi verið að ræða.
- Dagsetning þegar samningur eða rammasamningur voru gerðir í kjölfar ákvörðunarinnar um gerð hans.
-
Fjöldi tilboða sem barst að því er varðar hvern samning sem gerður er, þ.m.t.:
- fjöldi tilboða sem barst frá litlum og meðalstórum fyrirtækjum,
- fjöldi tilboða sem barst frá öðru ríki innan Evrópska efnahagssvæðisins eða þriðja landi,
- fjöldi tilboða sem barst með rafrænum hætti.
-
Fyrir hvern samning sem gerður er, nafn, heimilisfang, þ.m.t. NUTS-kóði, símanúmer, bréfasímanúmer, tölvupóstfang og veffang hlutskarpasta bjóðandans eða bjóðendanna, þ.m.t.:
- upplýsingar um hvort hlutskarpasti bjóðandinn er lítið eða meðalstórt fyrirtæki,
- upplýsingar um hvort samningurinn hafi verið gerður við hóp fyrirtækja (fyrirtæki um sameiginlegt verkefni, fyrirtækjasamtök eða annað).
- Verðgildi hlutskarpasta tilboðs eða hæsta og lægsta tilboðs sem voru athuguð fyrir gerð samnings eða samninga.
- Ef við á, fyrir hvern samning, fjárhæð og hlutfall samnings sem líklegt er að verði falinn þriðju aðilum til undirverktöku.
- Upplýsingar um hvort samningurinn tengist verkefni og/eða áætlun sem fjármögnuð er úr sjóðum Evrópusambandsins.
- Nafn og heimilisfang aðilans sem sér um meðferð kærumála og, ef við á, sáttameðferð. Nákvæmar upplýsingar um það hvenær leggja má fram kæru í síðasta lagi eða, ef þörf krefur, nafn, heimilisfang, símanúmer, bréfasímanúmer og tölvupóstfang þjónustunnar sem veitir þessar upplýsingar.
- Dagsetning og tilvísun í birtingar í Stjórnartíðindum Evrópusambandsins sem máli skipta að því er varðar samning eða samninga sem auglýstir eru í þessari tilkynningu.
- Sendingardagur tilkynningar.
- Allar aðrar viðeigandi upplýsingar.
5. gr. Tilkynning um hönnunarsamkeppni.
Eftirfarandi skal koma fram í tilkynningum um hönnunarsamkeppni, sbr. 44. gr. laga um opinber innkaup:
- Nafn, eftir atvikum kennitala, heimilisfang, þ.m.t. NUTS-kóði, símanúmer, bréfasímanúmer, tölvupóstfang og veffang kaupanda, sem og samsvarandi upplýsingar um þjónustu þar sem hægt er að fá viðbótarupplýsingar.
- Tölvupóstfang eða veffang þar sem hægt er að fá beinan, ótakmarkaðan og fullan aðgang að útboðsgögnum án endurgjalds. Þegar ekki er hægt er að fá beinan, ótakmarkaðan og fullan aðgang að skjölum án endurgjalds, sbr. 2. mgr. 22. gr. laga um opinber innkaup, skal koma fram með hvaða hætti er hægt að nálgast útboðsgögn.
- Tegund og aðalstarfsemi kaupanda.
- Ef við á, skal tilgreina hvort kaupandi sé miðlæg innkaupastofnun eða hvort um sameiginleg innkaup sé að ræða.
- CPV-kóðar; þegar samningnum er skipt í hluta skal veita þessar upplýsingar fyrir hvern hluta.
- Lýsing á mikilvægustu einkennum verkefnisins.
- Fjöldi og verðmæti verðlauna.
- Tegund hönnunarsamkeppni (almenn eða lokuð).
- Þegar um er að ræða almenna samkeppni, frestur til að skila verkefnum.
-
Þegar um er að ræða lokaða samkeppni:
- fjöldi þátttakenda sem reiknað er með,
- nöfn þátttakenda sem þegar hafa verið valdir, ef einhverjir eru,
- forsendur fyrir vali þátttakenda,
- frestur til að tilkynna þátttöku.
- Ef við á, skal tilgreina hvort þátttaka takmarkast við tiltekna starfsgrein.
- Forsendur sem nota á við mat á verkefnunum.
- Tilgreina skal hvort ákvörðun dómnefndar er bindandi fyrir kaupanda.
- Greiðslur sem allir þátttakendur fá, ef einhverjar eru.
- Tilgreina skal hvort einhverjir samningar verða gerðir við sigurvegara hönnunarsamkeppninnar.
- Sendingardagur tilkynningar.
- Allar aðrar viðeigandi upplýsingar.
6. gr. Tilkynning um úrslit hönnunarsamkeppni.
Eftirfarandi skal koma fram í tilkynningum um úrslit hönnunarsamkeppni:
- Nafn, eftir atvikum kennitala, heimilisfang, þ.m.t. NUTS-kóði, símanúmer, bréfasímanúmer, tölvupóstfang og veffang kaupanda, sem og samsvarandi upplýsingar um þjónustu þar sem hægt er að fá viðbótarupplýsingar.
- Tegund og aðalstarfsemi kaupanda.
- Ef við á, skal tilgreina hvort kaupandi sé miðlæg innkaupastofnun eða hvort um einhvers konar sameiginleg innkaup sé að ræða.
- CPV-kóðar.
- Lýsing á mikilvægustu einkennum verkefnisins.
- Verðmæti verðlauna.
- Tegund hönnunarsamkeppni (almenn eða lokuð).
- Forsendur sem nota á við mat á verkefnunum.
- Dagsetning ákvörðunar dómnefndar.
-
Fjöldi þátttakenda:
- fjöldi þátttakenda sem eru lítil og meðalstór fyrirtæki,
- fjöldi þátttakenda frá öðrum löndum.
- Nafn, heimilisfang, þ.m.t. NUTS-kóði, símanúmer, bréfasímanúmer, tölvupóstfang og veffang sigurvegara í samkeppninni og upplýsingar um hvort sigurvegari eða sigurvegarar eru lítil og meðalstór fyrirtæki.
- Upplýsingar um hvort hönnunarsamkeppnin tengist verkefni eða áætlun sem fjármögnuð er úr sjóðum Evrópusambandsins.
- Dagsetning og tilvísun fyrri birtinga í Stjórnartíðindum Evrópusambandsins sem máli skipta að því er varðar samning sem þessi tilkynning varðar.
- Sendingardagur tilkynningar.
- Allar aðrar viðeigandi upplýsingar.
7. gr. Útboðstilkynning vegna samninga um félagsþjónustu eða aðra sértæka þjónustu.
Eftirfarandi upplýsingar skulu koma fram í útboðstilkynningum varðandi samninga um félagsþjónustu og aðra sértæka þjónustu, sbr. 93. gr. laga um opinber innkaup:
- Nafn, eftir atvikum kennitala, heimilisfang, þ.m.t. NUTS-kóði, tölvupóstfang og veffang kaupanda.
- NUTS-kóði fyrir aðalverkstað að því er varðar verk eða NUTS-kóði fyrir aðalstað þar sem afhending fer fram eða þjónusta er innt af hendi að því er varðar vöru og þjónustu.
- Stutt lýsing á samningi sem um ræðir, þ.m.t. CPV-kóðar.
-
Skilyrði fyrir þátttöku, þ.m.t.:
- ef við á, skal tilgreina hvort samningurinn sé bundinn við verndaða vinnustaði eða hvort framkvæmd hans takmarkist við áætlanir um verndaða vinnu,
- ef við á, skal tilgreina hvort framkvæmd þjónustunnar sé bundin við tiltekna starfsgrein í lögum eða stjórnsýslufyrirmælum.
- Frestur til að hafa samband við kaupanda með tilliti til þátttöku.
- Stutt lýsing á helstu þáttum útboðsferlisins sem nota skal.
8. gr. Forauglýsing vegna samninga um félagsþjónustu eða aðra sértæka þjónustu.
Eftirfarandi skal koma fram í forauglýsingu varðandi félagsþjónustu og aðra sértæka þjónustu, sbr. 93. gr. laga um opinber innkaup:
- Nafn, eftir atvikum kennitala, heimilisfang, þ.m.t. NUTS-kóði, tölvupóstfang og veffang kaupanda.
- Stutt lýsing á samningi sem um ræðir, þ.m.t. áætlað heildarverðmæti samningsins og CPV-kóðar.
-
Eftir því sem vitneskja er fyrir hendi:
- NUTS-kóði fyrir aðalverkstað að því er varðar verk eða NUTS-kóði fyrir aðalstað þar sem afhending fer fram eða þjónusta er innt af hendi að því er varðar vöru og þjónustu,
- tímamörk fyrir afhendingu eða útvegun vöru, verks eða þjónustu og gildistími samningsins,
-
skilyrði fyrir þátttöku, þ.m.t.:
- ef við á, skal tilgreina hvort opinberi samningurinn sé bundinn við verndaða vinnustaði eða hvort framkvæmd hans takmarkist við áætlanir um verndaða vinnu,
- ef við á, skal tilgreina hvort framkvæmd þjónustunnar sé bundin við tiltekna starfsgrein í lögum eða stjórnsýslufyrirmælum,
- stutt lýsing á helstu þáttum útboðsferlisins sem nota skal.
- Upplýsingar um að áhugasöm fyrirtæki skuli greina kaupanda frá því ef þau hafa áhuga á samningi eða samningum og frestur fyrir móttöku þátttökubeiðna og heimilisfang þangað sem þau eiga að senda upplýsingar um áhuga sinn.
9. gr. Tilkynning samnings um félagsþjónustu eða aðra sértæka þjónustu.
Eftirfarandi skal koma fram í tilkynningu um samningsgerð varðandi samninga um félagsþjónustu og aðra sértæka þjónustu, sbr. 93. gr. laga um opinber innkaup:
- Nafn, eftir atvikum kennitala, heimilisfang, þ.m.t. NUTS-kóði, tölvupóstfang og veffang kaupanda.
- Stutt lýsing á samningi sem um ræðir, þ.m.t. CPV-kóðar.
- NUTS-kóði fyrir aðalverkstað að því er varðar verk eða NUTS-kóði fyrir aðalstað þar sem afhending fer fram eða þjónusta er innt af hendi að því er varðar vöru og þjónustu.
- Fjöldi tilboða sem barst.
- Verð eða verðbil (lágmark/hámark) sem greitt er.
- Fyrir hvern samning, nafn, heimilisfang, þ.m.t. NUTS-kóði, tölvupóstfang og veffang hlutskarpasta aðilans.
- Allar aðrar viðeigandi upplýsingar.
10. gr. Upplýsingar í útboðsgögnum vegna rafrænna uppboða.
Þegar kaupandi hefur ákveðið að halda rafrænt uppboð, sbr. 42. gr. laga um opinber innkaup, skulu útboðsgögn a.m.k. innihalda upplýsingar um eftirfarandi:
- þá þætti þar sem verðmætið liggur til grundvallar í rafrænu uppboði, að því tilskildu að slíkir þættir séu mælanlegir og hægt sé að setja þá fram í tölum eða hundraðshlutum,
- hvers konar takmarkanir sem hægt er að setja á verðmæti á grundvelli mats á skilmálum er varða efni samningsins,
- upplýsingarnar, sem bjóðendur eiga að hafa aðgang að á meðan rafræna uppboðið stendur yfir, og, eftir því sem við á, hvenær þeir fá aðgang að þeim,
- viðeigandi upplýsingar um rafræna uppboðsferlið,
- skilyrði sem bjóðendur verða að uppfylla til að geta lagt fram tilboð og einkum hvaða lágmarksmunar sé krafist á milli tilboða, eftir því sem við á,
- viðeigandi upplýsingar um rafræna búnaðinn, sem notaður er, og um fyrirkomulag og tækniforskriftir fyrir tengingu við hann.
11. gr. Innihald boðs um að leggja fram tilboð, taka þátt í viðræðum eða staðfesta áhuga.
Eftirfarandi skal koma fram í boði um að leggja fram tilboð eða taka þátt í viðræðum, sbr. 61. gr. laga um opinber innkaup:
- tilvísun til útboðstilkynningar sem hefur verið birt,
- síðasti móttökudagur tilboða, heimilisfangið sem senda á tilboðin til og upplýsingar um á hvaða tungumáli eða tungumálum þau skuli vera,
- sé um að ræða samkeppnisviðræður, dagsetning og heimilisfangið þar sem viðræður hefjast og tungumálið eða tungumálin sem eru notuð,
- upplýsingar um það hvaða skjöl eigi hugsanlega að láta fylgja með, annaðhvort til stuðnings yfirlýsingum, sem unnt er að sannreyna og sem bjóðandi hefur sett fram, sbr. 73.-75. gr. laga um opinber innkaup,
- hlutfallslegt vægi forsendna fyrir gerð samnings eða, ef við á, forgangsröð slíkra forsendna eftir mikilvægi þeirra, ef það er ekki tilgreint í útboðstilkynningu, í boði um að staðfesta áhuga sinn, í tækniforskriftum eða skýringargögnum.
Þegar um er að ræða samninga sem gerðir eru í framhaldi af samkeppnisviðræðum eða nýsköpunarsamstarfi skulu upplýsingarnar, sem um getur í b-lið, ekki koma fram í boði um að taka þátt í viðræðum eða að ganga til samninga heldur skulu þær vera í boði um að leggja fram tilboð.
Þegar forauglýsing er notuð til að kynna útboð skal kaupandi, í framhaldi af því, og áður en val á bjóðendum eða þátttakendum í samningaviðræðum hefst, bjóða öllum þátttakendum að staðfesta áhuga sinn á grundvelli ítarlegra upplýsinga um viðkomandi samning. Eftirfarandi upplýsingar skulu koma fram í boði um að staðfesta áhuga:
- hvers eðlis samningurinn er og í hvaða magni, þ.m.t. allir möguleikar á viðbótarsamningum og, ef unnt er, áætlaður tími til að nýta þessa möguleika fyrir endurnýjanlega samninga en þá skal tilgreina eðli og magn og, ef unnt er, áætlaðar dagsetningar fyrir birtingu síðari tilkynninga um útboð verka, vöru eða þjónustu,
- tegund útboðs, þ.e. lokað útboð eða samkeppnisútboð,
- ef við á, hvaða dag afhending vöru eða framkvæmd verks eða veiting þjónustu skal hefjast eða ljúka,
- ef rafrænn aðgangur er ekki í boði, heimilisfang og síðasti dagur til að leggja fram beiðni um útboðsgögn og upplýsingar um á hvaða tungumáli eða tungumálum þau skuli vera,
- heimilisfang kaupanda sem á að gera samninginn,
- fjárhagsleg og tæknileg skilyrði, fjárhagslegar ábyrgðir og upplýsingar sem krafist er af bjóðanda,
- tegund samnings sem boðið miðast við: samningur um kaup, langtíma- eða skammtímaleigu eða kaupleigu eða sambland af þessu og
- forsendur fyrir gerð samnings og vægi þeirra eða, eftir því sem við á, forgangsröð slíkra forsendna eftir mikilvægi ef þessar upplýsingar eru ekki gefnar í forauglýsingu eða tæknilýsingu eða í boði um að leggja fram tilboð eða ganga til samninga.
12. gr. Gögn til að sannreyna efnahagslega og fjárhagslega stöðu og tæknilega getu.
Að jafnaði skal vera hægt að færa sönnur á efnahagslega og fjárhagslega stöðu bjóðanda með einni eða fleiri eftirfarandi aðferðum:
- með viðeigandi yfirlýsingu frá fjármálafyrirtæki eða, þar sem við á, sönnunargögnum um viðeigandi starfsábyrgðartryggingu,
- með því að framvísa efnahagsreikningi eða útdrætti úr honum ef krafist er birtingar efnahagsreiknings samkvæmt landslögum í landinu þar sem bjóðandi hefur staðfestu,
- með yfirlýsingu um heildarveltu fyrirtækisins og, eftir því sem við á, veltuna á því sviði sem fellur undir samninginn á síðustu þremur fyrirliggjandi fjárhagsárum að hámarki, eftir því hvaða dag fyrirtækið var stofnað eða rekstur hafinn, ef þessar upplýsingar um veltu eru tiltækar.
Að jafnaði skal vera hægt að færa sönnur á tæknilega getu bjóðanda með eftirfarandi aðferðum:
- skrá yfir þau verk sem unnin hafa verið á undanförnum fimm árum, ásamt vottorðum um fullnægjandi efndir og niðurstöðu mikilvægustu verksamninganna. Ef nauðsyn krefur getur kaupandi, til að tryggja fullnægjandi samkeppni, tilgreint að tekið verði tillit til staðfestingar um viðeigandi verk sem unnin hafa verið fyrir meira en fimm árum,
- skrá yfir helstu vörusendingar eða þjónustu sem veitt hefur verið á þremur síðustu árum, ásamt upplýsingum um fjárhæðir, dagsetningar og viðtakendur, hvort heldur um er að ræða opinbera aðila eða einkaaðila. Ef nauðsyn krefur getur kaupandi, til að tryggja fullnægjandi samkeppni, tilgreint að tekið verði tillit til staðfestingar um viðeigandi vörur sem hafa verið afhentar eða þjónustu sem hefur verið veitt fyrir meira en þremur árum,
- tilvísun til tæknimanna eða þeirra tæknilegu aðila sem koma að málinu, hvort sem þeir heyra beint undir fyrirtæki bjóðanda eða ekki, einkum þeirra sem bera ábyrgð á gæðaeftirliti og, þegar um er að ræða opinbera verksamninga, þeirra sem verktaki getur leitað til vegna framkvæmdar verksins,
- lýsing á tæknibúnaði og þeim ráðstöfunum sem bjóðandi hefur gert til að tryggja gæði ásamt lýsingu á aðstöðu fyrirtækisins til athugana og rannsókna,
- upplýsingar um stjórnun aðfangakeðju og rakningarkerfi sem bjóðandi getur beitt við framkvæmd samningsins,
- þegar um er að ræða vöru eða þjónustu sem er margbrotin eða, í undantekningartilvikum, er veitt í sérstökum tilgangi, með athugun á framleiðslugetu birgis eða tæknilegri getu þjónustuveitanda og, ef þörf krefur, á aðstöðu hans til athugana og rannsókna og ráðstöfunum hans til gæðaeftirlits og annast kaupandi þessa athugun eða, fyrir hönd þeirra, þar til bær opinber aðili í landinu þar sem birgir eða þjónustuveitandi hefur staðfestu, með fyrirvara um samþykki þess aðila,
- upplýsingar um menntun og faglegt hæfi þjónustuveitandans eða verktakans eða stjórnenda fyrirtækisins, að því tilskildu að það sé ekki metið sem valforsenda,
- upplýsingar um þær umhverfisstjórnunaraðgerðir sem bjóðandi getur beitt við framkvæmd samningsins,
- yfirlýsing um árlegan meðalfjölda starfsmanna hjá þjónustuveitanda eða verktaka og fjölda manna í stjórnunarstöðum á síðustu þremur árum,
- yfirlýsing um þau tæki, vélakost og tæknibúnað sem þjónustuveitandi eða verktaki hefur til umráða við framkvæmd samnings,
- tilvísun til þess hlutfalls samningsins sem bjóðandi mun hugsanlega fela undirverktaka,
-
að því er varðar vörur sem skulu afhentar:
- sýnishorn, lýsingar eða ljósmyndir sem unnt á að vera að votta ef kaupandi krefst þess,
- vottorð frá opinberri gæðaeftirlitsstofnun eða viðurkenndri stofnun sem staðfestir að varan, sem er skýrt skilgreind með tilvísunum í tæknilýsingar eða staðla, sé í samræmi við þessar forskriftir eða staðla.
13. gr. Kröfur um tæki og búnað fyrir rafræna móttöku.
Tæki og búnaður fyrir rafræna móttöku tilboða, þátttökutilkynninga, sem og áætlana og verkefna í hönnunarsamkeppni, sbr. 22. gr. laga um opinber innkaup, verða a.m.k. að tryggja, að því er varðar tækni og viðeigandi aðferðir, að:
- unnt sé að ákvarða nákvæmlega tímasetningu og dagsetningu móttöku tilboða, þátttökutilkynninga og afhendingar áætlana og verkefna,
- unnt sé að tryggja, með nokkurri vissu, að enginn geti fengið aðgang að gögnum, sem eru send samkvæmt þessum kröfum, áður en tilgreindur frestur rennur út,
- aðeins aðilar, sem hafa til þess heimild, geti sett eða breytt dagsetningum fyrir opnun gagna sem berast,
- á hinum ýmsu stigum innkaupaferlis eða hönnunarsamkeppni hafi einungis þeir aðilar, sem hafa til þess heimild, aðgang að öllum gögnum sem eru afhent, eða hluta þeirra,
- aðeins aðilar, sem hafa til þess heimild, veiti aðgang að gögnum sem eru send og einungis eftir tilgreinda dagsetningu,
- gögn, sem eru móttekin og opnuð í samræmi við þessar kröfur, verði ekki aðgengileg öðrum aðilum en þeim sem hafa heimild til að kynna sér þau,
- ef aðgangsbann eða skilyrði, sem um getur í b-, c-, d-, e- og f-lið, er brotið eða gerð tilraun til þess, þá sé unnt að tryggja með nokkurri vissu að auðvelt sé að sjá það.
14. gr. Gildistaka og lagastoð.
Reglugerð þessi er sett með heimild í 122. gr. laga um opinber innkaup nr. 120/2016 og tekur þegar gildi.
Fjármála- og efnahagsráðuneytinu, 1. nóvember 2016.
F. h. r.
Guðmundur Árnason.
Hrafn Hlynsson.
Fyrirvari
Reglugerðir eru birtar í B-deild Stjórnartíðinda skv. 3. gr. laga um Stjórnartíðindi og Lögbirtingablað, nr. 15/2005, sbr. reglugerð um útgáfu Stjórnartíðinda nr. 958/2005.
Sé misræmi milli þess texta sem birtist hér í safninu og þess sem birtur er í útgáfu B-deildar Stjórnartíðinda skal sá síðarnefndi ráða.