Fara beint í efnið

Prentað þann 23. des. 2024

Brottfallin reglugerð felld brott 18. maí 2023

950/2022

Reglugerð um (1.) breytingu á reglugerð nr. 650/2022 um veiðar á makríl.

1. gr.

1. gr. reglugerðarinnar orðast svo:

Reglugerð þessi tekur til makrílveiða íslenskra skipa í fiskveiðilandhelgi Íslands, á samningssvæði Norðaustur-Atlantshafsfiskveiðinefndarinnar (NEAFC) utan lögsögu ríkja og í lögsögu Svalbarða á árinu 2022.

Í lögsögu Svalbarða skal farið að reglum sem norsk stjórnvöld setja um veiðarnar, enda séu þær settar á grundvelli samningsins um Svalbarða frá 9. febrúar 1920 og í samræmi við ákvæði hans.

2. gr.

1. mgr. 7. gr. reglugerðarinnar orðast svo:

Um tilkynningar við makrílveiðar á alþjóðlegu hafsvæði gilda ákvæði reglugerðar um veiðieftirlit á samningssvæði Norðaustur-Atlantshafsfiskveiðinefndarinnar (NEAFC). Um tilkynningar varðandi veiðar í lögsögu Svalbarða fer samkvæmt reglum sem norsk stjórnvöld setja enda séu þær settar á grundvelli samningsins um Svalbarða frá 9. febrúar 1920 og í samræmi við ákvæði hans.

3. gr.

Reglugerð þessi er sett samkvæmt ákvæðum 16. gr. laga nr. 116/2006, um stjórn fiskveiða, 30. gr. laga nr. 57/1996, um umgengni um nytjastofna sjávar, 14. gr. laga nr. 79/1997, um veiðar í fiskveiðilandhelgi Íslands og 3., 4. og 19. gr. laga nr. 151/1996, um fiskveiðar utan lögsögu Íslands. Reglugerðin öðlast þegar gildi.

Matvælaráðuneytinu, 12. ágúst 2022.

Svandís Svavarsdóttir.

Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir.

Fyrirvari

Reglugerðir eru birtar í B-deild Stjórnartíðinda skv. 3. gr. laga um Stjórnartíðindi og Lögbirtingablað, nr. 15/2005, sbr. reglugerð um útgáfu Stjórnartíðinda nr. 958/2005.

Sé misræmi milli þess texta sem birtist hér í safninu og þess sem birtur er í útgáfu B-deildar Stjórnartíðinda skal sá síðarnefndi ráða.