Fara beint í efnið

Prentað þann 28. mars 2024

Eldri útgáfa reglugerðar gilti á tímabilinu 16. jan. 2009 – 8. júní 2011 Sjá núgildandi
Sýnir breytingar gerðar 16. jan. 2009 af rg.nr. 1198/2008

950/2007

Reglugerð um ættleiðingarstyrki.

1. gr. Framkvæmdaraðili.

Vinnumálastofnun sér um framkvæmd laga um ættleiðingarstyrki og reglugerðar þessarar.

2. gr. Réttur til ættleiðingarstyrks.

Eingöngu þeir sem skráðir eru með lögheimili hér á landi samkvæmt þjóðskrá eiga rétt á greiðslu ættleiðingarstyrks.

Réttur til ættleiðingarstyrks er bundinn því skilyrði að um frumættleiðingu erlendra barna sé að ræða. Með orðinu frumættleiðing er átt við ættleiðingu á barni sem ekki er barn eða kjörbarn maka umsækjanda, sambúðarmaka eða maka í staðfestri samvist.

3. gr. Umsókn um ættleiðingarstyrki.

Umsókn um ættleiðingarstyrki skal skilað til Vinnumálastofnunar á þar til gerðu umsóknareyðublaði er stofnunin hefur útbúið. Eyðublöðin skulu liggja frammi hjá stofnuninni og vera aðgengileg á heimasíðu hennar.

Vinnumálastofnun skal veita allar upplýsingar um skilyrði ættleiðingarstyrkja og útreikning þeirra og önnur atriði sem máli kunna að skipta og veita umsækjendum nauðsynlegar leiðbeiningar og aðstoð við gerð og frágang umsókna.

Vinnumálastofnun skal sjá til þess að nauðsynlegar upplýsingar um ættleiðingarstyrki séu aðgengilegar að minnsta kosti með rafrænum hætti á heimasíðu stofnunarinnar.

4. gr. Fylgigögn með umsókn.

Umsókn um ættleiðingarstyrki skulu fylgja eftirfarandi gögn:

  1. Staðfesting þjóðskrár á lögheimili umsækjenda samkvæmt íbúaskrá.
  2. Forsamþykki ættleiðingar útgefið af sýslumanni samkvæmt lögum um ættleiðingar.
  3. Staðfestingarbréf erlends stjórnvalds um ættleiðinguna stimplað/áritað af sýslumanni.

5. gr. Fjárhæð styrks.

Grunnfjárhæð ættleiðingarstyrks skv. 1. mgr. 7. gr. laga um ættleiðingarstyrki nemur 480.000526.080 kr.

6. gr. Gildistaka.

Reglugerð þessi, sem sett er skv. 9. gr. laga um ættleiðingarstyrki, nr. 152/2006, öðlast þegar gildi.

 Félagsmálaráðuneytinu, 3. október 2007. 

 Jóhanna Sigurðardóttir. 

 Sesselja Árnadóttir. 

Fyrirvari

Reglugerðir eru birtar í B-deild Stjórnartíðinda skv. 3. gr. laga um Stjórnartíðindi og Lögbirtingablað, nr. 15/2005, sbr. reglugerð um útgáfu Stjórnartíðinda nr. 958/2005.

Sé misræmi milli þess texta sem birtist hér í safninu og þess sem birtur er í útgáfu B-deildar Stjórnartíðinda skal sá síðarnefndi ráða.