Prentað þann 5. des. 2024
946/2022
Reglugerð um (3.) breytingu á reglugerð nr. 200/2020, um innflutning hunda og katta.
1. gr.
Við reglugerðina bætist nýtt ákvæði til bráðabirgða, svohljóðandi:
Ef fyrirspurn um innflutningsleyfi barst áður en reglugerð nr. 590/2022 féll úr gildi skal ríkið bera kostnað af einangrun dýranna enda séu dýrin í eigu umsækjanda um alþjóðlega vernd eða flóttamanna frá Úkraínu, skv. lögum nr. 80/2016 um útlendinga, að uppfylltum skilyrðum reglugerðar þessarar.
2. gr.
Reglugerð þessi er sett með stoð í lögum nr. 54/1990, um innflutning dýra, með síðari breytingum, lögum nr. 66/1998, um dýralækna og heilbrigðisþjónustu við dýr, með síðari breytingum, og lögum nr. 55/2013, um velferð dýra, með síðari breytingum, og öðlast þegar gildi.
Matvælaráðuneytinu, 5. ágúst 2022.
Svandís Svavarsdóttir.
Emilía Madeleine Heenen.
Fyrirvari
Reglugerðir eru birtar í B-deild Stjórnartíðinda skv. 3. gr. laga um Stjórnartíðindi og Lögbirtingablað, nr. 15/2005, sbr. reglugerð um útgáfu Stjórnartíðinda nr. 958/2005.
Sé misræmi milli þess texta sem birtist hér í safninu og þess sem birtur er í útgáfu B-deildar Stjórnartíðinda skal sá síðarnefndi ráða.