Fara beint í efnið

Prentað þann 22. nóv. 2024

Breytingareglugerð

944/2022

Reglugerð um (1.) breytingu á reglugerð nr. 725/2020 um ráðstöfun 4.000 lesta af viðbótaraflaheimildum í makríl.

1. gr.

1. málsl. 1. mgr. 2. gr. reglugerðarinnar orðast svo: Eftir að aflamarki í makríl hefur verið úthlutað til skipa í A- og B-flokki er Fiskistofu heimilt að úthluta allt að 4.000 lestum af viðbótaraflaheimildum í makríl ár hvert til skipa í B-flokki gegn greiðslu gjalds.

2. gr.

2. mgr. 2. gr. reglugerðarinnar orðast svo:

Eftir 15. september er heimilt að úthluta til skipa í A-flokki því sem eftir er af viðbótaraflaheimildum í makríl gegn greiðslu gjalds.

3. gr.

3. gr. reglugerðarinnar orðast svo:

Úthlutun viðbótaraflaheimilda í makríl samkvæmt þessari reglugerð, í annað sinn eða síðar, er bundin því skilyrði að skip hafi veitt úthlutað aflamark í makríl og viðbótaraflaheimildir í makríl þannig að eftir standi 30 tonn eða minna samanlagt. Einnig er slík úthlutun bundin því skilyrði að greitt hafi verið fyrir fyrri úthlutanir.

4. gr.

Eftirfarandi breytingar verða á 1. mgr. 5. gr. reglugerðarinnar:

  1. Á eftir orðinu "viðbótaraflaheimilda" kemur: í makríl.
  2. Í stað orðsins "aflaheimildum" kemur: viðbótaraflaheimildum.

5. gr.

Eftirfarandi breytingar verða á 2. mgr. 5. gr. reglugerðarinnar:

  1. Orðin "fyrir úthlutun" í 2. málsl. falla brott.
  2. 3. málsl. fellur brott.

6. gr.

3. mgr. 5. gr. reglugerðarinnar orðast svo:

Á vefsíðu Fiskistofu skal birta upplýsingar um úthlutanir Fiskistofu og upplýsa um magn makríls sem til ráðstöfunar er á hverjum tíma.

7. gr.

4. mgr. 5. gr. reglugerðarinnar orðast svo:

Skipum í A-flokki er heimilt að sækja um þær viðbótaraflaheimildir í makríl sem Fiskistofa hefur ekki úthlutað til skipa í B-flokki fyrir lok ágúst ár hvert. Umsóknir skipa í A-flokki skulu berast til Fiskistofu á tímabilinu 1. til 10. september ár hvert og skal Fiskistofa úthluta því sem eftir er jafnt á milli umsækjenda eftir 15. september ár hvert.

8. gr.

Reglugerð þessi er sett samkvæmt heimild í 10. gr. b. laga nr. 116/2006 um stjórn fiskveiða. Reglugerðin öðlast þegar gildi.

Matvælaráðuneytinu, 12. ágúst 2022.

Svandís Svavarsdóttir.

Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir.

Fyrirvari

Reglugerðir eru birtar í B-deild Stjórnartíðinda skv. 3. gr. laga um Stjórnartíðindi og Lögbirtingablað, nr. 15/2005, sbr. reglugerð um útgáfu Stjórnartíðinda nr. 958/2005.

Sé misræmi milli þess texta sem birtist hér í safninu og þess sem birtur er í útgáfu B-deildar Stjórnartíðinda skal sá síðarnefndi ráða.