Fara beint í efnið

Prentað þann 15. jan. 2025

Eldri útgáfa reglugerðar gilti á tímabilinu 9. maí 2020 – 26. jan. 2021 Sjá lokaútgáfu
Sýnir breytingar gerðar 9. maí 2020 af rg.nr. 426/2020

940/2018

Reglugerð um gildistöku reglugerða Evrópusambandsins um vátryggingastarfsemi og vátryggingasamstæður.

1. gr. Gildissvið.

Reglugerð þessi gildir um vátryggingastarfsemi samkvæmt lögum nr. 100/2016, um vátryggingastarfsemi, og vátryggingasamstæður samkvæmt lögum nr. 60/2017, um vátryggingasamstæður.

2. gr. Innleiðing reglugerða.

Eftirfarandi reglugerðir Evrópusambandsins um vátryggingastarfsemi og vátryggingasamstæður skulu gilda hér á landi með þeirri aðlögun sem leiðir af ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 62/2018 frá 23. mars 2018, sem er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 29 frá 3. maí 2018, bls. 7-12, 20-23, 26-30 og 81-90, nr. 31 frá 9. maí 2018, bls. 1-28, nr. 33 frá 17. maí 2018, bls. 429-442, nr. 51 frá 2. ágúst 2018, bls. 1-797:

  1. Framseld reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) nr. 35/2015 frá 10. október 2014 um viðbætur við tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins 2009/138/EB um stofnun og rekstur fyrirtækja á sviði vátrygginga og endurtrygginga (Gjaldþolsáætlun II), sbr. leiðréttingar í Stjtíð. ESB L 3017, 25.11.2015, sem er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 51 frá 2. ágúst 2018, bls. 1-797.
  2. Framseld reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) nr. 467/2016 frá 30. september 2015 um breytingu á framseldri reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) nr. 35/2015 að því er varðar útreikninginn á lögbundnum gjaldþolskröfum fyrir nokkra eignaflokka í eigu vátrygginga- og endurtryggingafélaga, sem er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 33 frá 17. maí 2018, bls. 429-442.
  3. Framkvæmdarreglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) nr. 460/2015 frá 19. mars 2015 um tæknilega framkvæmdarstaðla að því er varðar verklagsreglur um samþykki eigin líkans í samræmi við tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins 2009/138/EB, sem er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 29 frá 3. maí 2018, bls. 7-12.
  4. Framkvæmdareglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) nr. 498/2015 frá 24. mars 2015 um tæknilega framkvæmdarstaðla að því er varðar málsmeðferð við samþykki eftirlitsyfirvalda til að nota breytur sem eiga við tiltekið félag í samræmi við tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins 2009/138/EB, sem er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 29 frá 3. maí 2018, bls. 81-84.
  5. Framkvæmdarreglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) nr. 499/2015 frá 24. mars 2015 um tæknilega framkvæmdarstaðla að því er varðar málsmeðferðarreglur sem nota skal við veitingu samþykkis eftirlitsyfirvalda fyrir notkun stuðningsgjaldþolsliða í samræmi við tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins 2009/138/EB, sem er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 29 frá 3. maí 2018, bls. 85-90.
  6. Framkvæmdarreglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) nr. 2012/2015 frá 11. nóvember 2015 um tæknilega framkvæmdarstaðla að því er varðar málsmeðferðarreglur sem fylgja skal við ákvarðanir um að fastsetja, reikna út og afnema viðbótargjaldþolskröfur í samræmi við tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins 2009/138/EB, sem er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 29 frá 3. maí 2018, bls. 20-23.
  7. Framkvæmdarreglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) nr. 2014/2015 frá 11. nóvember 2015 um tæknilega framkvæmdarstaðla að því er varðar verklagsreglur og sniðmát fyrir framlagningu upplýsinga til eftirlitsaðila samstæðu og fyrir upplýsingaskipti milli eftirlitsyfirvalda í samræmi við tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins 2009/138/EB, sem er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 29 frá 3. maí 2018, bls. 26-30.

 Framseld reglugerð framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins (ESB) 2017/1542 frá 8. júní 2017 um breytingu á framseldri reglugerð (ESB) 2015/35 að því er varðar útreikning á lögbundnum gjaldþolskröfum fyrir tiltekna flokka eigna í eigu vátrygginga- og endurtryggingafélaga (innviðafyrirtæki), sem tekin var upp í EES-samninginn með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 163/2019 frá 14. júní 2019, skal gilda hér á landi. Reglugerðin er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi ESB nr. 16/2020 frá 12. mars 2020, bls. 45-52.

3. gr. Gildistaka.

Reglugerð þessi er sett með stoð í 5. mgr. 30. gr., 12. mgr. 31. gr., 8. mgr. 32. gr., 1. mgr. 50. gr., 3. mgr. 57. gr., 3. mgr. 74. gr., 87. gr., 95. gr., 1. og 2. mgr. 103. gr., 110. gr., 3. mgr. 112. gr., 114. gr. og 121. gr. laga nr. 100/2016, um vátryggingastarfsemi, með síðari breytingum, og 45. og 54. gr. laga nr. 60/2017, um vátryggingasamstæður, og öðlast þegar gildi.

Við gildistöku reglugerðar þessarar falla úr gildi reglugerð nr. 585/2017, um vátryggingastarfsemi og auglýsing nr. 3/2017, um afleidda reglugerð 2015/35/ESB, um stofnun og rekstur fyrirtækja á sviði vátrygginga og endurtrygginga.

 Fjármála- og efnahagsráðuneytinu, 12. október 2018. 

 F. h. r.

 Guðrún Þorleifsdóttir. 

 Sóley Ragnarsdóttir. 

Fyrirvari

Reglugerðir eru birtar í B-deild Stjórnartíðinda skv. 3. gr. laga um Stjórnartíðindi og Lögbirtingablað, nr. 15/2005, sbr. reglugerð um útgáfu Stjórnartíðinda nr. 958/2005.

Sé misræmi milli þess texta sem birtist hér í safninu og þess sem birtur er í útgáfu B-deildar Stjórnartíðinda skal sá síðarnefndi ráða.