Fara beint í efnið

Prentað þann 25. nóv. 2024

Breytingareglugerð

934/2023

Reglugerð um (14.) breytingu á reglugerð nr. 451/2013 um þátttöku sjúkratrygginga í kostnaði sjúkratryggðra við tannlækningar.

1. gr.

16. gr. reglugerðarinnar verður svohljóðandi:

Sjúkratryggingar Íslands taka þátt í kostnaði við tannlækningar og tannréttingar skv. 14. og 15. gr. Greiðsluþátttaka skal nema 95% kostnaðar samkvæmt gjaldskrá.

2. gr.

7. mgr. 17. gr. reglugerðarinnar verður svohljóðandi:

Þrátt fyrir 3. mgr. 1. gr. reglugerðarinnar er tannlæknum heimilt að innheimta kostnað samkvæmt eigin gjaldskrá, vegna tannréttingameðferða sem falla undir þennan kafla, enda hafi hún verið send Sjúkratryggingum Íslands áður en verk er unnið. Tannlæknir skal gera sjúklingi grein fyrir eigin kostnaðarþætti áður en meðferð fer fram, sbr. lög nr. 57/2005 um eftirlit með viðskiptaháttum og markaðssetningu. Samstarfsnefnd Sjúkratrygginga Íslands og tannréttingasérfræðinga skal fylgjast með verðþróun tannréttinga í því skyni að meta hlutfall styrks af heildarmeðferðarkostnaði.

3. gr.

Við reglugerðina bætist nýtt ákvæði til bráðabirgða sem verður svohljóðandi:

Sjúkratryggðir sem fengu samþykkta umsókn um styrk skv. V. kafla reglugerðar nr. 451/2013, um þátttöku sjúkratrygginga í kostnaði sjúkratryggðra við tannlækningar, frá 1. janúar til 31. ágúst 2023, skulu til viðbótar þeim styrk eiga rétt á greiðsluþátttöku frá Sjúkratryggingum sem hér segir:

1. Vegna tannréttinga sem krefjast meðferðar með föstum tækjum í annan góm 50.000 kr.
2. Vegna tannréttinga sem krefjast meðferðar með föstum tækjum í báða góma 75.000 kr.

4. gr.

Reglugerð þessi, sem sett er með stoð í 2. mgr. 20. gr., 1. mgr. 29. gr., 2. mgr. 38. gr. og 55. gr. laga um sjúkratryggingar, nr. 112/2008, með síðari breytingum, og 2. mgr. 6. gr. laga um sjúkraskrár, nr. 55/2009, öðlast gildi nú þegar.

Heilbrigðisráðuneytinu, 11. september 2023.

Willum Þór Þórsson.

Guðlaug Einarsdóttir.

Fyrirvari

Reglugerðir eru birtar í B-deild Stjórnartíðinda skv. 3. gr. laga um Stjórnartíðindi og Lögbirtingablað, nr. 15/2005, sbr. reglugerð um útgáfu Stjórnartíðinda nr. 958/2005.

Sé misræmi milli þess texta sem birtist hér í safninu og þess sem birtur er í útgáfu B-deildar Stjórnartíðinda skal sá síðarnefndi ráða.