Prentað þann 23. nóv. 2024
926/2024
Reglugerð um breytingu á reglugerð nr. 630/2023 um meðferð og nýtingu þjóðlendna.
1. gr.
Á eftir 5. gr. reglugerðarinnar kemur ný grein, 5. gr. a, svohljóðandi:
Ráðherra skal, í samræmi við a. lið 5. gr., með almennri auglýsingu um ráðstöfun lands og landsréttinda innan þjóðlendna sem hann veitir leyfi fyrir gefa áhugasömum aðilum kost á að lýsa vilja til að hljóta réttinn til þeirra tímabundnu afnota sem fyrirhuguð eru.
Þrátt fyrir ákvæði 1. mgr. er ráðherra heimilt að víkja frá auglýsingaskyldu ef um er að ræða ráðstöfun hans á afnotaréttindum innan þjóðlendu til aðila sem þegar hefur afnotarétt eða annars konar réttindi á sama nýtingarsvæði, enda þjóni slík ráðstöfun markmiðum um sjálfbærni, þjóðhagslega hagkvæmni, orkuöryggi og sé í nánum og eðlislægum tengslum við nýtingu sem fyrir er.
2. gr.
Reglugerð þessi sem sett er með stoð í 2. mgr. 4. gr. laga nr. 58/1998 um þjóðlendur og ákvörðun marka eignarlanda, þjóðlendna og afrétta, öðlast þegar gildi.
Forsætisráðuneytinu, 2. ágúst 2024.
Bjarni Benediktsson
Benedikt Árnason
Fyrirvari
Reglugerðir eru birtar í B-deild Stjórnartíðinda skv. 3. gr. laga um Stjórnartíðindi og Lögbirtingablað, nr. 15/2005, sbr. reglugerð um útgáfu Stjórnartíðinda nr. 958/2005.
Sé misræmi milli þess texta sem birtist hér í safninu og þess sem birtur er í útgáfu B-deildar Stjórnartíðinda skal sá síðarnefndi ráða.