Fara beint í efnið

Prentað þann 25. nóv. 2024

Breytingareglugerð

926/2022

Reglugerð um (4.) breytingu á reglugerð nr. 1205/2021 um gildistöku reglugerðar Evrópuþingsins og ráðsins (EB) nr. 1831/2003 um aukefni í fóðri.

1. gr.

Við 4. gr. reglugerðarinnar bætast við 19 nýir töluliðir, svohljóðandi:

  1. Framkvæmdarreglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2021/1409 um leyfi fyrir fýtómenadíóni sem fóðuraukefni fyrir hesta. Reglugerðin var felld inn í EES-samninginn með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 97/2022, frá 29. apríl 2022. Reglugerðin er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 34, frá 25. maí 2022, bls. 94.
  2. Framkvæmdarreglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2021/1410 um leyfi fyrir blöndu með Bacillus licheniformis DSM 28710 sem fóðuraukefni fyrir varphænur, aukategundir alifugla til varps, alifuglategundir til undaneldis og skrautfugla (leyfishafi er Huvepharma NV). Reglugerðin var felld inn í EES-samninginn með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 97/2022, frá 29. apríl 2022. Reglugerðin er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 34, frá 25. maí 2022, bls. 97.
  3. Framkvæmdarreglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2021/1412 um leyfi fyrir klósambandi járn(III)sítrats sem fóðuraukefni fyrir spenagrísi og aukategundir svína (leyfishafi er Akeso Biomedical, Inc. USA, fulltrúi hans hjá Sambandinu er Pen & Tec Consulting SLU). Reglugerðin var felld inn í EES-samninginn með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 97/2022, frá 29. apríl 2022. Reglugerðin er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 34, frá 25. maí 2022, bls. 100.
  4. Framkvæmdarreglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2021/1413 um leyfi fyrir endó-1,4-betaxýlanasa, sem er framleiddur með Bacillus subtilis LMG-S 15136, sem fóðuraukefni fyrir mjólkandi gyltur (leyfishafi er Beldem, sem er deild í Puratos NV). Reglugerðin var felld inn í EES-samninginn með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 97/2022, frá 29. apríl 2022. Reglugerðin er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 34, frá 25. maí 2022, bls. 104.
  5. Framkvæmdarreglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2021/1414 um leiðréttingu á framkvæmdarreglugerð 2021/422 um leyfi fyrir blöndu með Enterococcus faecium DSM 7134 sem fóðuraukefni fyrir varphænur (leyfishafi er Lactosan GmbH & Co KG). Reglugerðin var felld inn í EES-samninginn með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 97/2022, frá 29. apríl 2022. Reglugerðin er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 34, frá 25. maí 2022, bls. 107.
  6. Framkvæmdarreglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2021/1424 um endurnýjun á leyfi fyrir blöndu með Enterococcus faecium DSM 7134 sem fóðuraukefni fyrir eldiskjúklinga og um niðurfellingu á reglugerð (ESB) nr. 998/2010 (leyfishafi er Lactosan GmbH & Co KG). Reglugerðin var felld inn í EES-samninginn með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 97/2022, frá 29. apríl 2022. Reglugerðin er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 34, frá 25. maí 2022, bls. 111.
  7. Framkvæmdarreglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2021/1425 um leyfi fyrir manganklósambandi af lýsíni og glútamínsýru sem fóðuraukefni fyrir allar dýrategundir. Reglugerðin var felld inn í EES-samninginn með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 97/2022, frá 29. apríl 2022. Reglugerðin er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 34, frá 25. maí 2022, bls. 114.
  8. Framkvæmdarreglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2021/1431 um leyfi fyrir múramídasa, sem er framleiddur með Trichoderma reesei DSM 32338, sem fóðuraukefni fyrir fráfærugrísi (leyfishafi er DSM Nutritional Products Ltd, fulltrúi hans hjá Sambandinu er DSM Nutritional Products Sp. z o.o.). Reglugerðin var felld inn í EES-samninginn með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 97/2022, frá 29. apríl 2022. Reglugerðin er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 34, frá 25. maí 2022, bls. 119.
  9. Framkvæmdarreglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2021/1411 um endurnýjun á leyfi fyrir Clostridium butyricum FERM BP-2789 sem fóðuraukefni fyrir kjúklinga sem eru aldir til að verða varphænur, eldiskalkúna, kalkúna sem eru aldir til undaneldis, aukafuglategundir (að undanskildum varpfuglum), fráfærugrísi og fráfærugrísi af aukategundum svína, um leyfi fyrir því fyrir eldiskjúklinga, mjólkurgrísi og mjólkurgrísi af aukategundum svína og um niðurfellingu á framkvæmdarreglugerðum (ESB) nr. 373/2011, (ESB) nr. 374/2013 og (ESB) nr. 1108/2014 (leyfishafi er Miyarisan Pharmaceutical Co. Ltd., fulltrúi er Huvepharma NV Belgium). Reglugerðin var felld inn í EES-samninginn með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 98/2022, frá 29. apríl 2022. Reglugerðin er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 34, frá 25. maí 2022, bls. 122.
  10. Framkvæmdarreglugerð Framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2021/1426 um leyfi fyrir serínpróteasa, sem er framleiddur með Bacillus licheniformis DSM 19670, sem fóðuraukefni fyrir eldiskjúklinga (leyfishafi er DSM Nutritional Products Ltd., fulltrúi hans hjá Sambandinu er DSM Nutritional Products Sp. z o.o.). Reglugerðin var felld inn í EES-samninginn með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 98/2022, frá 29. apríl 2022. Reglugerðin er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 34, frá 25. maí 2022, bls. 125.
  11. Framkvæmdarreglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2021/2047 um leyfi fyrir amprólíumhýdróklóríði (COXAM) sem fóðuraukefni fyrir eldiskjúklinga og kjúklinga sem eru aldir til að verða varphænur (leyfishafi er HuvePharma NV). Reglugerðin var felld inn í EES-samninginn með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 99/2022, frá 29. apríl 2022. Reglugerðin er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 34, frá 25. maí 2022, bls. 128.
  12. Framkvæmdarreglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2021/2050 um leyfi fyrir blöndu með Bacillus velezensis CECT 5940 sem fóðuraukefni fyrir eldiskalkúna, kalkúna sem eru aldir til undaneldis, aukategundir alifugla til eldis eða til undaneldis og skrautfugla (þó ekki til undaneldis) (leyfishafi er Evonik Operations GmbH). Reglugerðin var felld inn í EES-samninginn með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 99/2022, frá 29. apríl 2022. Reglugerðin er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 34, frá 25. maí 2022, bls. 132.
  13. Framkvæmdarreglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2021/2077 um leyfi fyrir L-valíni, sem er framleitt með Corynebacterium glutamicum CGMCC 7.366, sem fóðuraukefni fyrir allar dýrategundir. Reglugerðin er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 34, frá 25. maí 2022, bls. 135.
  14. Framkvæmdarreglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2021/2093 um leyfi fyrir dínatríum-5'-gúanýlati sem fóðuraukefni fyrir allar dýrategundir. Reglugerðin var felld inn í EES-samninginn með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 99/2022, frá 29. apríl 2022. Reglugerðin er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 34, frá 25. maí 2022, bls. 139.
  15. Framkvæmdarreglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2021/2096 um leyfi fyrir endó-1,4-betaxýlanasa, sem er framleiddur með Trichoderma reesei CBS 143953, sem fóðuraukefni fyrir allar tegundir alifugla, eldissvín, spenagrísi og allar aukategundir svína (leyfishafi er Danisco (UK) Ltd, fulltrúi hans hjá Sambandinu er Genencor International B.V.). Reglugerðin var felld inn í EES-samninginn með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 99/2022, frá 29. apríl 2022. Reglugerðin er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 34, frá 25. maí 2022, bls. 143.
  16. Framkvæmdarreglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2021/2097 um leyfi fyrir blöndu með bensósýru, kalsíumformati og fúmarsýru sem fóðuraukefni fyrir eldiskalkúna og kalkúna sem eru aldir til undaneldis (leyfishafi er Novus Europe NV). Reglugerðin var felld inn í EES-samninginn með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 99/2022, frá 29. apríl 2022. Reglugerðin er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 34, frá 25. maí 2022, bls. 146.
  17. Framkvæmdarreglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2021/2076 um leyfi fyrir L-trýptófani, sem er framleitt með Escherichia coli KCCM 80210, sem fóðuraukefni fyrir allar dýrategundir. Reglugerðin var felld inn í EES-samninginn með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 100/2022, frá 29. apríl 2022. Reglugerðin er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 34, frá 25. maí 2022, bls. 150.
  18. Framkvæmdarreglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2021/2092 um leyfi fyrir kalíumdíformati sem fóðuraukefni fyrir eldissvín og fráfærugrísi. Reglugerðin var felld inn í EES-samninginn með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 100/2022, frá 29. apríl 2022. Reglugerðin er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 34, frá 25. maí 2022, bls. 154.
  19. Framkvæmdarreglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2021/2094 um leyfi fyrir dekókínati (Deccox og Avi-Deccox 60G) sem fóðuraukefni fyrir eldiskjúklinga (leyfishafi er Zoetis Belgium SA) og um niðurfellingu á reglugerð (EB) nr. 1289/2004. Reglugerðin var felld inn í EES-samninginn með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 100/2022, frá 29. apríl 2022. Reglugerðin er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 34, frá 25. maí 2022, bls. 157.

2. gr.

Matvælastofnun fer með eftirlit með því að ákvæðum þessarar reglugerðar sé framfylgt í samræmi við lög nr. 22/1994, um eftirlit með fóðri, áburði og sáðvöru, með síðari breytingum.

3. gr.

Reglugerð þessi er sett með heimild í 7. gr. laga nr. 22/1994, um eftirlit með fóðri, áburði og sáðvöru.

Reglugerðin öðlast þegar gildi.

Matvælaráðuneytinu, 21. júní 2022.

Svandís Svavarsdóttir.

Emilía Madeleine Heenen.

Fyrirvari

Reglugerðir eru birtar í B-deild Stjórnartíðinda skv. 3. gr. laga um Stjórnartíðindi og Lögbirtingablað, nr. 15/2005, sbr. reglugerð um útgáfu Stjórnartíðinda nr. 958/2005.

Sé misræmi milli þess texta sem birtist hér í safninu og þess sem birtur er í útgáfu B-deildar Stjórnartíðinda skal sá síðarnefndi ráða.