Fara beint í efnið

Prentað þann 22. des. 2024

Breytingareglugerð

924/2024

Reglugerð um (7.) breytingu á reglugerð nr. 760/2021, um styrki vegna hjálpartækja.

1. gr.

Eftirfarandi breyting verður á fylgiskjalinu "Hjálpartæki Sjúkratrygginga Íslands"með reglugerðinni:

Við kaflann um Skilgreiningar og skýringar bætist:

Greiðsluþátttaka Sjúkratrygginga í hjálpartækjum sem eru nauðsynleg til leiks og tómstunda barna og/eða skipulagðra íþróttaæfinga barna er 95% í einu tæki á þriggja ára fresti, ef fyrra tæki sem fengið var með greiðsluþátttöku Sjúkratrygginga nýtist ekki lengur. Veita má greiðsluþátttöku oftar ef nauðsynlegt er að teknu tilliti til vaxtar og þroska barnsins.

Greiðsluþátttaka Sjúkratrygginga í hjálpartækjum sem eru nauðsynleg til frístunda og afþreyingar fullorðinna er 80% í einu tæki á fimm ára fresti, ef fyrra tæki sem fengið var með greiðsluþátttöku Sjúkratrygginga nýtist ekki lengur.

2. gr.

Reglugerð þessi, sem sett er með stoð í 1. mgr. 26. gr. laga nr. 112/2008 um sjúkratryggingar, öðlast þegar gildi.

Heilbrigðisráðuneytinu, 12. júlí 2024.

Willum Þór Þórsson.

Ásta Valdimarsdóttir.

Fyrirvari

Reglugerðir eru birtar í B-deild Stjórnartíðinda skv. 3. gr. laga um Stjórnartíðindi og Lögbirtingablað, nr. 15/2005, sbr. reglugerð um útgáfu Stjórnartíðinda nr. 958/2005.

Sé misræmi milli þess texta sem birtist hér í safninu og þess sem birtur er í útgáfu B-deildar Stjórnartíðinda skal sá síðarnefndi ráða.