Fara beint í efnið

Prentað þann 22. des. 2024

Stofnreglugerð

921/2013

Reglugerð um staðlað eyðublað sem lánveitandi notar til að veita neytanda upplýsingar áður en lánssamningur er gerður.

1. gr. Upplýsingar áður en lánssamningur er gerður.

Lánveitandi skal með eðlilegum fyrirvara veita neytanda nauðsynlegar upplýsingar áður en lánssamningur er gerður til þess að hann geti borið saman ólík tilboð og tekið upplýsta ákvörðun um það hvort gera skuli lánssamning, sbr. 1. mgr. 7. gr. laga nr. 33/2013, um neytendalán.

Upplýsingar skv. 1. mgr. skulu veittar á staðlað eyðublað sem birt er í viðauka I við reglugerð þessa.

Heimilt er að nota staðlað eyðublað, sem birt er í viðauka II við reglugerð þessa, við upplýsingagjöf skv. 8. gr. laga nr. 33/2013, um neytendalán.

2. gr. Eftirlit Neytendastofu.

Neytendastofa annast eftirlit með reglugerð þessari. Um eftirlit, viðurlög og réttarúrræði gilda ákvæði IX. kafla laga nr. 33/2013, um neytendalán.

3. gr. Innleiðing EB-gerðar.

Með reglugerð þessari er eftirfarandi EES-gerð innleidd í íslenskan rétt:

  1. II. viðauki við tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins 2008/48/EB, frá 23. apríl 2008, um lánssamninga fyrir neytendur og um niðurfellingu tilskipunar ráðsins 87/102/EBE, sem birt var í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 54, 27. september 2012, bls. 36, sbr. ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 16/2009, um breytingu á XIX. viðauka (Neytendavernd) við EES-samninginn, sem birt var í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 16, 19. mars 2009, bls. 24.

4. gr. Lagastoð og gildistaka.

Reglugerð þessi er sett samkvæmt a-lið 1. mgr. 27. gr., sbr. 2. mgr. 7. gr., laga nr. 33/2013, um neytendalán, og öðlast gildi 1. nóvember 2013.

Innanríkisráðuneytinu, 17. október 2013.

Hanna Birna Kristjánsdóttir.

Ragnhildur Hjaltadóttir.

Fyrirvari

Reglugerðir eru birtar í B-deild Stjórnartíðinda skv. 3. gr. laga um Stjórnartíðindi og Lögbirtingablað, nr. 15/2005, sbr. reglugerð um útgáfu Stjórnartíðinda nr. 958/2005.

Sé misræmi milli þess texta sem birtist hér í safninu og þess sem birtur er í útgáfu B-deildar Stjórnartíðinda skal sá síðarnefndi ráða.