Fara beint í efnið

Prentað þann 28. jan. 2022

Stofnreglugerð

919/2020

Reglugerð um námsbrautir í framhaldsfræðslu, framhaldsskólum og háskólum sem falla undir átakið „Nám er tækifæri“.

1. gr. Gildissvið.

Reglugerð þessi gildir um námsbrautir í framhaldsfræðslu, framhaldsskólum og háskólum sem falla undir átakið Nám er tækifæri, sbr. ákvæði til bráðabirgða XVII í lögum nr. 54/2006, um atvinnuleysistryggingar, með síðari breytingum.

2. gr. Nám sem fellur undir átakið Nám er tækifæri.

Starfs- og tækninám í framhaldsfræðslu, á framhaldsskólastigi eða háskólastigi, skv. 3., 4. eða 5. gr. sem og nám sem skipulagt er í samræmi við reglur nr. 835/2019, um aðfaranám í háskólum, skv. 6. gr., eða nám sem telst flýtileið háskólamenntaðra til annarrar prófgráðu, svo sem á sviði hjúkrunarfræði, eða heilbrigðis- og kennslugreina, telst til vinnumarkaðsúrræða skv. 12. gr. laga nr. 55/2006, um vinnumarkaðsaðgerðir, með síðari breytingum, og fellur undir átakið Nám er tækifæri.

3. gr. Nám á framhaldsskólastigi.

Eftirfarandi námsbrautir á framhaldsskólastigi falla undir nám skv. 2. gr.:

Bakari, brauða- og kökugerð, bakari (18-360-3-8).
Bifreiðasmíði, bifreiðasmiður (18-300-3-8).
Bifvélavirkjun, bifvélavirki (18-301-3-8).
Bifvélavirkjun, bifvélavirki (18-286-3-8).
Bílamálun, bílamálari (19-299-3-8).
Blómaskreytingabraut, blómaskreytir (18-128-3-9).
Bókband, bókbindari (19-349-3-8).
Búfræðibraut, búfræðingur (18-126-3-9).
Dúklagnir.
Einkaþjálfun, einkaþjálfari (18-400-3-9).
Fatatækni (20-451-2-5), í staðfestingarferli.
Ferðamálafræði.
Félagsliði (20-477-3-9).
Flugnám.
Flugumferðarstjórn.
Flugvirkjun.
Fótaaðgerðafræði.
Framhaldsnám sjúkraliða í sérhæfðum störfum í heilbrigðisþjónustu, framhaldsnám heilbrigðisgreina (18-151-4-11).
Framreiðslunám, framreiðslumaður (18-358-3-8).
Garð- og skógarplöntubraut, garðplöntufræðingur (18-130-3-9).
Geðhjúkrun sjúkraliða, framhaldsnám heilbrigðisgreina (16-32-4-11).
Grafísk miðlun, prentsmiður/grafískur miðlari (19-274-3-8).
Grunnbraut hársnyrtiiðn (20-475-2-5), í staðfestingarferli.
Grunndeild rafiðna, grunnnám starfsgreina, hæfniþrep 2 (19-172-2-5).
Grunnnám rafiðna, grunnnám starfsgreina, hæfniþrep 2 (19-314-2-5).
Grunnnám upplýsinga- og fjölmiðlagreina (20-476-2-5), í staðfestingarferli.
Gull- og silfursmíði, gull- og silfursmiður (19-324-3-8).
Hagnýt margmiðlun (18-53-4-11), viðbótarnám við framhaldsskóla.
Hársnyrtibraut, hársnyrtir (17-203-3-8).
Heilsunuddbraut, heilsunuddari (16-42-3-9).
Hljóðtækni, hljóðtækni (20-306-3-9).
Húsasmiður, húsasmiður (19-295-3-8).
Húsasmíðabraut, húsasmiður (19-387-3-8).
Húsgagnabólstrun (20-448-3-8), í staðfestingarferli.
Húsgagnasmíði (20-449-3-8), í staðfestingarferli.
Hönnunar- og nýsköpunarbraut, stúdent (17-258-3-7).
Kjólasaumur (20-470-3-8), í staðfestingarferli.
Kjötiðnaður, kjötiðnaðarmaður (18-407-3-8).
Klæðskurður (20-465-3-8), í staðfestingarferli.
Leiðsögn.
Ljósmyndun, ljósmyndari (19-280-3-8).
Lyfjatæknabraut, lyfjatæknir (17-260-3-8).
Matartæknanám, matartæknir (18-246-3-8).
Matartæknir, matartæknir (19-288-3-8).
Matreiðsla, matreiðslumaður (18-405-3-8).
Málaraiðn (20-450-3-8), í staðfestingarferli.
Málm- og véltæknibraut - blikksmíði, blikksmiður (18-178-3-8).
Málm- og véltæknibraut - rennismíði, rennismiður (19-180-3-8).
Málm- og véltæknibraut - stálsmíði, stálsmiður (19-173-3-8).
Málm- og véltæknibraut - vélvirkjun, vélvirki (19-179-3-8).
Málm- og véltæknibraut, vélvirki (20-474-3-8), í staðfestingarferli.
Málm- og véltæknibraut, stúdent (18-91-3-7).
Meistaranám í matvælagreinum, iðnmeistaranám (17-168-4-11).
Múraraiðn (20-454-3-8), í staðfestingarferli.
Námsbraut netagerðar, netagerðarmaður (16-181-3-8).
Námsbraut skógar og náttúru, skógtæknir (18-129-3-9).
Námsbraut um lífræna ræktun matjurta, garðyrkjufræðingur (18-132-3-9).
Pípulögn (20-469-3-8), í staðfestingarferli.
Prentun, prentari (19-350-3-8).
Rafeindavirkjun, rafeindavirki (19-272-3-8).
Rafeindavirkjun, rafeindavirki (18-366-3-8).
Rafveituvirkjun, rafveituvirki (19-273-3-8).
Rafvirki - samningsleið, rafvirki (18-289-3-8).
Rafvirki - skólaleið, rafvirki (18-285-3-8).
Rafvirkjabraut, rafvirki (19-412-3-8).
Rafvirkjabraut, rafvirki (18-262-3-8).
Rafvirkjun - samningsleið, rafvirki (19-275-3-8).
Rafvirkjun - skólaleið, rafvirki (19-373-3-8).
Rafvirkjun - verknámsleið, rafvirki (19-276-3-8).
Rennismíði, rennismiður (19-326-3-8).
Sjúkraliðabraut (16-37-3-8).
Sjúkraliðabraut, sjúkraliði (16-171-3-8).
Sjúkraliðabraut, sjúkraliði (16-182-3-8).
Sjúkraliðabraut, sjúkraliði (19-408-3-8).
Sjúkraliðabraut, sjúkraliði (18-124-3-8).
Skapandi ljósmyndun 1, viðbótarnám við framhaldsskóla (18-379-4-11).
Skapandi ljósmyndun 2, viðbótarnám við framhaldsskóla (18-380-4-11).
Skapandi tækni (16-242-4-11), viðbótarnám við framhaldsskóla.
Skipstjórn C, skipstjóri C (20-329-3-8), í staðfestingarferli.
Skipstjórn D, skipstjóri D (20-328-4-10), í staðfestingarferli.
Skrúðgarðyrkjubraut, skrúðgarðyrkjufræðingur (18-127-3-8).
Snyrtibraut, snyrtifræðingur (19-315-3-8).
Starfstengt ferðafræðinám, viðbótarnám við framhaldsskóla (18-316-4-11).
Stálsmiður, stálsmiður (19-259-3-8).
Stálsmíði, stálsmiður (19-325-3-8).
Tanntæknabraut, tanntæknir (17-248-3-8).
Textílbraut (17-294-4-11), viðbótarnám við framhaldsskóla.
Tölvubraut, stúdent (16-120-3-6).
Tölvubraut, stúdent (17-313-3-7).
Tölvufræðibraut, stúdent (17-341-3-7).
Tölvuleikjagerð, stúdent (19-430-3-7).
Vefþróun, viðbótarnám við framhaldsskóla (18-201-4-11).
Veggfóðrun og dúkalögn (20-455-3-8), í staðfestingarferli.
Vélstjórn C, vélstjóri C (20-334-3-8), í staðfestingarferli.
Vélstjórn C (20-432-3-8), í staðfestingarferli.
Vélstjórn D (20-333-4-10), í staðfestingarferli.
Vélvirkjabraut, vélvirki (19-252-3-8).
Vélvirkjun, vélvirki (19-327-3-8).
Vélvirkjun, vélvirki (19-397-3-8).
Ylræktarbraut, ylræktarfræðingur (18-131-3-9).
Ævintýraleiðsögn.

Staðfesti mennta- og menningarmálaráðherra fleiri námsbrautarlýsingar samkvæmt 23. gr. laga nr. 92/2008, um framhaldsskóla, sem falla að skilgreiningu náms skv. 1. mgr. á gildistíma reglugerðar þessarar er Vinnumálastofnun heimilt að taka tillit til þess við ákvörðun um þátttöku atvinnuleitenda í átakinu Nám er tækifæri.

4. gr. Nám á framhaldsskólastigi og í framhaldsfræðslu.

Eftirfarandi námsbrautir á 1. og 2. hæfnisþrepi á framhaldsskólastigi sem og nám sem skilgreint er í a-lið 1. gr. reglugerðar, um nám og námskeið sem eru viðurkennd sem vinnumarkaðsúrræði, falla undir nám skv. 2. gr.:

Almennt nám matvæla- og ferðagreina, grunnnám starfsgreina (19-150-1-2).
Fisktæknibraut, fisktæknir (19-284-2-5).
Grunnnám matvæla- og ferðagreina, grunnnám starfsgreina (19-83-1-2).
Fjallamennskubraut, framhaldsskólapróf (15-111-2-3).
Heilbrigðisritari, heilbrigðisritari (17-137-2-5).
Hestaliðabraut, hestasveinn (18-353-2-5).
Hestaliðabraut, hestasveinn (19-444-2-5).
Matsveinn, matsveinn (18-372-2-5).
Þjónustubraut - félagsliði, félagsliði (16-40-2-5).
Þjónustubraut - félagsmála- og tómstundaliði, frístundaleiðbeinandi (16-51-2-5).
Grunnmenntabraut, framhaldsskólapróf (15-31-2-3).
Þjónustubraut - leikskólaliði, leikskólaliði (16-39-2-5).
Framhaldsskólabrú (19-339-1-1).
Grunnnámsbraut, framhaldsskólapróf (17-283-2-3).
Þjónustubraut - stuðningsfulltrúi í skóla, stuðningsfulltrúi (16-50-2-5).
Grunnmenntabrú (18-393-1-1).
Kvikmyndabraut, framhaldsskólapróf (18-357-2-3).

Staðfesti mennta- og menningarmálaráðherra fleiri námsbrautarlýsingar samkvæmt 23. gr. laga um framhaldsskóla nr. 92/2008 sem falla að skilgreiningu náms skv. 1. mgr. á gildistíma reglugerðar þessarar er Vinnumálastofnun heimilt að taka tillit til þess við ákvörðun um þátttöku atvinnuleitenda í átakinu Nám er tækifæri.

5. gr. Nám á háskólastigi.

Nám á eftirfarandi sviðum og/eða deildum á háskólastigi falla undir nám skv. 2. gr.:

  1. Háskóli Íslands: Á heilbrigðisvísindasviði telst nám í hjúkrunarfræðideild, lyfjafræðideild, læknadeild, matvæla- og næringarfræðideild, sálfræðideild og tannlæknadeild falla undir átakið. Á menntavísindasviði telst nám í deild faggreinakennslu og nám í deild kennslu- og menntunarfræði falla undir átakið. Á verkfræði- og náttúruvísindasviði telst nám í iðnaðarverkfræði-, vélaverkfræði- og tölvunarfræðideild, í líf- og umhverfisvísindadeild, nám í ferðamálafræði, líffræði og lífefna- og sameindafræði, nám í rafmagns- og tölvuverkfræðideild og nám í umhverfis- og byggingarverkfræðideild falla undir átakið og á hugvísindasviði fellur nám í íslensku sem annað mál undir átakið.
  2. Háskólinn í Reykjavík: Í félagsvísindadeild telst nám í heilsuþjálfun og kennslu, MEd til átaksins. Í tækni- og verkfræðideild (TVD) teljast námsbrautir í verkfræði, tæknifræði, iðnfræði, byggingafræði og íþróttafræði til átaksins. Í tölvunarfræðideild (TD) teljast námsbrautir í tölvunarfræði, kerfisfræði og hugbúnaðarverkfræði til átaksins.
  3. Háskólinn á Akureyri: Á heilbrigðisvísindasviði telst nám í hjúkrunarfræði-, iðjuþjálfunarfræði- og framhaldsnámsdeild til átaksins. Á viðskipta- og raunvísindasviði telst nám í auðlindadeild undir átakið og nám í líftækni og á hug- og félagsvísindasviði fellur grunn- og framhaldsnám til kennsluréttinda í menntunarfræðum við kennaradeild undir átakið.
  4. Landbúnaðarháskóli Íslands: Nám í auðlinda- og búvísindum fellur undir átakið.
  5. Hólaskóli - Háskólinn á Hólum: Nám í ferðamáladeild, fiskeldis- og fiskalíffræðideild og hestafræðideild fellur undir átakið.
  6. Listaháskóli Íslands: Nám í hönnun og arkitektúr ásamt námi í listkennslu fellur undir átakið.

6. gr. Aðfaranám í háskólum.

Nám sem skipulagt er í samræmi við reglur nr. 835/2019, um aðfaranám í háskólum, og er til undirbúnings námi á háskólastigi telst til vinnumarkaðsúrræða skv. 12. gr. laga nr. 55/2006, um vinnumarkaðsaðgerðir, og fellur undir nám skv. 2. gr.

7. gr. Gildistaka.

Reglugerð þessi, sem sett er samkvæmt heimild í 6. mgr. ákvæðis til bráðabirgða XVII í lögum um atvinnuleysistryggingar, nr. 54/2006, öðlast gildi 1. janúar 2021 og gildir til 31. maí 2022.

Félagsmálaráðuneytinu, 17. september 2020.

Ásmundur Einar Daðason.

Bjarnheiður Gautadóttir.

Fyrirvari

Reglugerðir eru birtar í B-deild Stjórnartíðinda skv. 3. gr. laga um Stjórnartíðindi og Lögbirtingablað, nr. 15/2005, sbr. reglugerð um útgáfu Stjórnartíðinda nr. 958/2005.

Sé misræmi milli þess texta sem birtist hér í safninu og þess sem birtur er í útgáfu B-deildar Stjórnartíðinda skal sá síðarnefndi ráða.