Fara beint í efnið

Prentað þann 14. nóv. 2024

Breytingareglugerð

918/2011

Reglugerð um (1.) breytingu á reglugerð nr. 712/2010 um brýna læknismeðferð erlendis þegar ekki er unnt að veita nauðsynlega aðstoð hér á landi.

1. gr.

11. gr. reglugerðarinnar verður svohljóðandi:

Tæknifrjóvgun.

Sjúkratryggingum Íslands er heimilt að taka þátt í kostnaði vegna tæknifrjóvgunar sjúkratryggðra para eða einstæðra kvenna erlendis ef ekki er unnt að veita fullnægjandi meðferð hér á landi, enda séu uppfyllt almenn skilyrði laga nr. 55/1996, um tæknifrjóvgun.

Skilyrði fyrir greiðsluþátttöku er að fyrir liggi vottorð um nauðsyn meðferðar frá sérfræðingi á heilbrigðisstofnun sem hefur leyfi til að framkvæma tæknifrjóvgun skv. 2. gr. laga um tæknifrjóvgun.

Pör/einstæðar konur skulu eiga rétt á þátttöku sjúkratrygginga í kostnaði, á sama hátt og vegna tæknifrjóvgunarmeðferðar sem framkvæmd er á Íslandi, sbr. reglugerð nr. 917/2011 um þátttöku sjúkratrygginga í kostnaði við tæknifrjóvganir sem veittar eru án samnings við Sjúkratryggingar Íslands.

Meðan parið/einstæða konan dvelur utan sjúkrahúss skulu greiddir dagpeningar skv. 2. mgr. 7. gr. fyrir annan makann og hálfir dagpeningar fyrir hinn.

2. gr.

Reglugerð þessi, sem sett er með stoð í 4. mgr. 23. gr. laga nr. 112/2008, um sjúkratryggingar, öðlast þegar gildi.

Velferðarráðuneytinu, 5. október 2011.

Guðbjartur Hannesson.

Anna Lilja Gunnarsdóttir.

Fyrirvari

Reglugerðir eru birtar í B-deild Stjórnartíðinda skv. 3. gr. laga um Stjórnartíðindi og Lögbirtingablað, nr. 15/2005, sbr. reglugerð um útgáfu Stjórnartíðinda nr. 958/2005.

Sé misræmi milli þess texta sem birtist hér í safninu og þess sem birtur er í útgáfu B-deildar Stjórnartíðinda skal sá síðarnefndi ráða.