Fara beint í efnið

Prentað þann 21. des. 2024

Brottfallin reglugerð felld brott 1. sept. 2023

917/2022

Reglugerð um eftirlit með velferð dýra við veiðar á hvölum.

1. gr. Markmið.

Markmið reglugerðar þessarar er að stuðla að velferð dýra með því að viðhafa reglubundið eftirlit með velferð dýra við veiðar á hvölum þannig að veiðar valdi dýrunum sem minnstum sársauka og aflífun þeirra taki sem skemmstan tíma.

2. gr. Reglubundið eftirlit með veiðum hvala.

Matvælastofnun skal hafa reglubundið eftirlit með því að farið sé að lögum um velferð dýra við veiðar á hvölum, m.a. með eftirlitsferðum við veiðar, myndbandsupptökum veiðiaðferða og skráningu þeirra aðgerða við veiðar sem varða velferð dýra. Öllum gögnum sem eftirlitsmenn afla við störf sín skal koma til eftirlitsdýralæknis í lok hverrar athugunar.

Matvælastofnun er heimilt að fela Fiskistofu, skv. samningi, öflun gagna vegna eftirlits samkvæmt 1. mgr.

3. gr. Gjaldtaka.

Matvælastofnun tekur gjald samkvæmt gjaldskrá sem svarar þeim kostnaði sem fellur til við eftirlit skv. 2. gr.

4. gr. Lagastoð og gildistaka.

Reglugerð þessi, sem sett er með stoð í 13. gr., 33. gr. og 46. gr., sbr. 1., 4. og 27. gr. laga nr. 55/2013, um velferð dýra, öðlast þegar gildi.

Matvælaráðuneytinu, 10. ágúst 2022.

Svandís Svavarsdóttir.

Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir.

Fyrirvari

Reglugerðir eru birtar í B-deild Stjórnartíðinda skv. 3. gr. laga um Stjórnartíðindi og Lögbirtingablað, nr. 15/2005, sbr. reglugerð um útgáfu Stjórnartíðinda nr. 958/2005.

Sé misræmi milli þess texta sem birtist hér í safninu og þess sem birtur er í útgáfu B-deildar Stjórnartíðinda skal sá síðarnefndi ráða.