Fara beint í efnið

Prentað þann 23. des. 2024

Breytingareglugerð

913/2003

Reglugerð um breytingu á reglugerð nr. 796/1999 um varnir gegn mengun vatns, sbr. reglugerð nr. 553/2001.

1. gr.

2. mgr. 15. gr. reglugerðarinnar orðist svo:
15.2 Við gerð starfsleyfis fyrir vatnsveitu eða við ákvörðun um framkvæmdir á vatnsverndarsvæði skal umsækjandi starfsleyfis leggja fram mat um hvort hætta sé á að vatnsbólið spillist vegna nálægrar starfsemi eða umferðar. Við matið skal, eftir því sem við á, taka mið af vatnafræðilegum, jarðfræðilegum og landfræðilegum aðstæðum á vatnasviði vatnsbólsins, líklegum uppsprettum mengunar, mengunarálagi og mikilvægi vatnsbólsins.

2. gr.

Við 5. gr. reglugerðarinnar bætist ný málsgrein 3. mgr. sem orðist svo:
15.3 Vanda skal frágang við borholustæði og fóðra borholur starfsleyfisskyldra vatnsveitna tryggilega til þess að hindra að yfirborðsvatn mengi vatnsbólið.

3. gr.

Reglugerð þessi er sett samkvæmt 5. gr. laga nr. 7/1998, um hollustuhætti og mengunarvarnir og öðlast gildi við birtingu.

Umhverfisráðuneytinu, 5. desember 2003.

F. h. r.
Magnús Jóhannesson.

Sigríður Auður Arnardóttir.

Fyrirvari

Reglugerðir eru birtar í B-deild Stjórnartíðinda skv. 3. gr. laga um Stjórnartíðindi og Lögbirtingablað, nr. 15/2005, sbr. reglugerð um útgáfu Stjórnartíðinda nr. 958/2005.

Sé misræmi milli þess texta sem birtist hér í safninu og þess sem birtur er í útgáfu B-deildar Stjórnartíðinda skal sá síðarnefndi ráða.