Prentað þann 23. apríl 2025
904/2014
Reglugerð um breytingu á reglugerð nr. 550/2012, um mat á vegnum fjármagnskostnaði sem viðmið um leyfða arðsemi við ákvörðun tekjumarka sérleyfisfyrirtækja í flutningi og dreifingu á raforku.
1. gr.
Í stað 3. málsl. 4. mgr. 6. gr. kemur nýr málsliður sem hljóðar svo: Í tilfelli dreifiveitu skal miða við álag ofan á ríkistryggða vexti byggða á bestu lánshæfiseinkunn AAA eða sambærilegt.
2. gr.
Reglugerð þessi, sem sett er með stoð í 12. gr. raforkulaga nr. 65/2003, með síðari breytingum, öðlast þegar gildi.
Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu, 13. október 2014.
Ragnheiður Elín Árnadóttir
iðnaðar- og viðskiptaráðherra.
Erla Sigríður Gestsdóttir.
Fyrirvari
Reglugerðir eru birtar í B-deild Stjórnartíðinda skv. 3. gr. laga um Stjórnartíðindi og Lögbirtingablað, nr. 15/2005, sbr. reglugerð um útgáfu Stjórnartíðinda nr. 958/2005.
Sé misræmi milli þess texta sem birtist hér í safninu og þess sem birtur er í útgáfu B-deildar Stjórnartíðinda skal sá síðarnefndi ráða.