Fara beint í efnið

Prentað þann 16. jan. 2025

Breytingareglugerð

903/2000

Reglugerð um breyting á reglugerð nr. 577/1989, um frjálsa og sérstaka skráningu vegna leigu eða sölu á fasteign, með síðari breytingum.

1. gr.

5. gr. reglugerðarinnar verður svohljóðandi:
Frjáls skráning getur aldrei verið til skemmri tíma en tveggja ára.

Upphafsdagur frjálsrar skráningar skal að jafnaði vera sá dagur þegar leigutaki tekur eign í notkun. Ef um er að ræða nýbyggingu eða verulegar endurbætur á eign fyrir þann tíma getur leigusali sótt um skráningu skv. I. kafla þessarar reglugerðar vegna þeirra framkvæmda. Telji skattstjóri að skilyrði 2. mgr. 4. gr. og 5. gr. reglugerðar nr. 515/1996, um skráningu virðisaukaskattsskyldra aðila, séu uppfyllt má þó falla frá skilyrði 3. gr. reglugerðar þessarar um tryggingu. Sé leigusamningi rift áður en tveggja ára fresturinn skv. 1. mgr. er liðinn og eign því ekki í notkun í sex mánuði eða lengur reiknast sá tími ekki til leiðréttingartímabils skv. IV. kafla reglugerðar nr. 192/1993, um innskatt. Sama gildir ef eign sem skráð hefur verið frjálsri skráningu er ekki í notkun þar sem ekki hefur tekist að leigja hana að nýju að uppfylltum skilyrðum 1.-3. tölul. 2. mgr. 4. gr.

2. gr.

Reglugerð þessi er sett með stoð í 6. gr. laga nr. 50/1988, um virðisaukaskatt, og öðlast þegar gildi.

Fjármálaráðuneytinu, 6. desember 2000.

F. h. r.
Baldur Guðlaugsson.

Maríanna Jónasdóttir.

Fyrirvari

Reglugerðir eru birtar í B-deild Stjórnartíðinda skv. 3. gr. laga um Stjórnartíðindi og Lögbirtingablað, nr. 15/2005, sbr. reglugerð um útgáfu Stjórnartíðinda nr. 958/2005.

Sé misræmi milli þess texta sem birtist hér í safninu og þess sem birtur er í útgáfu B-deildar Stjórnartíðinda skal sá síðarnefndi ráða.