Prentað þann 10. apríl 2025
899/2024
Reglugerð um breytingu á reglugerð nr. 1210/2021, um staðlað eyðublað fyrir samevrópska hæfisyfirlýsingu og stöðluð eyðublöð fyrir birtingu tilkynninga við opinber innkaup yfir EES viðmiðunarfjárhæðum.
1. gr.
3. gr. reglugerðarinnar orðist svo:
Með reglugerð þessari öðlast gildi hér á landi reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2019/1780 frá 23. september 2019 um að taka upp stöðluð eyðublöð fyrir birtingu tilkynninga við opinber innkaup og um niðurfellingu á reglugerð (ESB) 2015/1986, sem birt er í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 23 frá 31. mars 2021, bls. 97, með breytingum samkvæmt:
- Reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2022/2303 frá 24. nóvember 2022 um breytingu á reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2019/1780 um að taka upp stöðluð eyðublöð fyrir birtingu tilkynninga við opinber innkaup sem vísað er til í XVI. viðauka EES-samningsins eins og honum var breytt með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 39/2024, frá 2. febrúar 2024, sem birtist í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 51, frá 27. júní 2024, bls. 67-68.
2. gr.
Reglugerð þessi er sett með heimild í 122. gr. laga um opinber innkaup nr. 120/2016 og öðlast þegar gildi.
Fjármála- og efnahagsráðuneytinu, 11. júlí 2024.
F. h. r.
Hermann Sæmundsson.
Þorsteinn Júlíus Árnason.
Fyrirvari
Reglugerðir eru birtar í B-deild Stjórnartíðinda skv. 3. gr. laga um Stjórnartíðindi og Lögbirtingablað, nr. 15/2005, sbr. reglugerð um útgáfu Stjórnartíðinda nr. 958/2005.
Sé misræmi milli þess texta sem birtist hér í safninu og þess sem birtur er í útgáfu B-deildar Stjórnartíðinda skal sá síðarnefndi ráða.