Fara beint í efnið

Prentað þann 26. des. 2024

Stofnreglugerð

898/2024

Reglugerð um gildistöku reglugerðar ráðsins (ESB) 2020/699 frá 25. maí 2020 um tímabundnar ráðstafanir varðandi hluthafafundi Evrópufélaga (SE) og félagsfundi evrópskra samvinnufélaga (SCE).

1. gr.

Eftirtalin reglugerð ráðsins, sem vísað er til í lið 10k í XXII. viðauka við samninginn um Evrópska efnahagssvæðið, eins og honum var breytt með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 113/2020, frá 14. júlí 2020, um breytingu á XXII. viðauka (Félagaréttur) við EES-samninginn, skal öðlast gildi hér á landi með þeim breytingum og viðbótum sem leiðir af XXII. viðauka samningsins, bókun 1 um altæka aðlögun og öðrum ákvæðum samningsins:

Reglugerð ráðsins (ESB) 2020/699 frá 25. maí 2020 um tímabundnar ráðstafanir varðandi hluthafafundi Evrópufélaga (SE) og félagsfundi evrópskra samvinnufélaga (SCE).

2. gr.

Reglugerð ráðsins (ESB) 2020/699 er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi ESB, nr. 54/2020, 13. ágúst 2020, bls. 270-271.

3. gr.

Reglugerð þessi er sett með stoð í 28. gr. a laga um Evrópufélög nr. 26/2004, og 29. gr. a laga um evrópsk samvinnufélög nr. 92/2006 og öðlast þegar gildi.

Menningar- og viðskiptaráðuneytinu, 17. júlí 2024.

F. h. r.

Sigrún Brynja Einarsdóttir.

Sigurbjörg Guðmundsdóttir.

Fyrirvari

Reglugerðir eru birtar í B-deild Stjórnartíðinda skv. 3. gr. laga um Stjórnartíðindi og Lögbirtingablað, nr. 15/2005, sbr. reglugerð um útgáfu Stjórnartíðinda nr. 958/2005.

Sé misræmi milli þess texta sem birtist hér í safninu og þess sem birtur er í útgáfu B-deildar Stjórnartíðinda skal sá síðarnefndi ráða.