Prentað þann 27. des. 2024
897/2017
Reglugerð um breytingu á reglugerð nr. 130/2016, um hönnun og framleiðslu skemmtibáta og einmenningsfara.
1. gr.
Við ákvæði 31. gr. reglugerðarinnar bætist ný málsgrein, svohljóðandi:
Með reglugerð þessari öðlast gildi framkvæmdarreglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2017/1 frá 3. janúar 2017 um verklagsreglur um auðkenningu fara samkvæmt tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins 2013/53/ESB um skemmtibáta og einmenningsför á sjó samkvæmt ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 58/2017 frá 17. mars 2017 um breytingu á II. viðauka (tæknilegar reglugerðir, staðlar, prófanir og vottun). Reglugerðin er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 31 frá 18. maí 2017, bls. 105-109.
2. gr. Lagastoð og gildistaka.
Reglugerð þessi, sem sett er samkvæmt 3. og 4. mgr. 1. gr. laga nr. 47/2003 um eftirlit með skipum, öðlast þegar gildi.
Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytinu, 9. október 2017.
F. h. r.
Sigurbergur Björnsson.
Björn Freyr Björnsson.
Fyrirvari
Reglugerðir eru birtar í B-deild Stjórnartíðinda skv. 3. gr. laga um Stjórnartíðindi og Lögbirtingablað, nr. 15/2005, sbr. reglugerð um útgáfu Stjórnartíðinda nr. 958/2005.
Sé misræmi milli þess texta sem birtist hér í safninu og þess sem birtur er í útgáfu B-deildar Stjórnartíðinda skal sá síðarnefndi ráða.