Fara beint í efnið

Prentað þann 22. des. 2024

Breytingareglugerð

885/2023

Reglugerð um (2.) breytingu á reglugerð nr. 849/2023 um veiðar í atvinnuskyni fiskveiðiárið 2023/2024 og almanaksárið 2024.

1. gr.

Tafla í 3. mgr. 6. gr. reglugerðarinnar verður svohljóðandi:

Úthlutun/bátar Þorskígildistonn
͏͏1. Úthlutun til rækjubáta: 807
Frá Arnarfirði 84
Í Ísafjarðardjúpi 94
Við Húnaflóa 153
Við Skagafjörð 158
Á Skjálfanda 72
Við Öxarfjörð 208
Á Eldeyjarsvæði 24
Í Norðurfjörðum Breiðafjarðar 14
2. Úthlutun til skelbáta: 1.008
Frá Arnarfirði 7
Við Húnaflóa 34
Við Breiðafjörð 942
Við Hvalfjörð 25
Samtals: 1.815

2. gr.

Við 16. gr. reglugerðarinnar bætist ný málsgrein svohljóðandi:

Um borð í fiskiskipum skal vera búnaður til að koma í veg fyrir að fuglar og spendýr festist í veiðarfærum þegar veiðarfæri eru sett í sjó.

3. gr.

Reglugerð þessi er sett samkvæmt ákvæðum 3. gr. og 16. gr. laga nr. 116/2006, um stjórn fiskveiða og 14. gr. laga nr. 79/1997, um fiskveiðar í fiskveiðilandhelgi Íslands. Reglugerðin öðlast þegar gildi.

Matvælaráðuneytinu, 28. ágúst 2023.

Svandís Svavarsdóttir.

Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir.

Fyrirvari

Reglugerðir eru birtar í B-deild Stjórnartíðinda skv. 3. gr. laga um Stjórnartíðindi og Lögbirtingablað, nr. 15/2005, sbr. reglugerð um útgáfu Stjórnartíðinda nr. 958/2005.

Sé misræmi milli þess texta sem birtist hér í safninu og þess sem birtur er í útgáfu B-deildar Stjórnartíðinda skal sá síðarnefndi ráða.