Prentað þann 5. des. 2024
865/2001
Reglugerð um ábyrgðir Jöfnunarsjóðs sókna.
1. gr.
Í Jöfnunarsjóði sókna, sbr. lög nr. 91/1987, er starfrækt sérstök ábyrgðardeild. HeimiltÞegar kirkjuráð hefur fallist á að veita ábyrgð skal gefin út yfirlýsing þar að lútandi. Nægilegt er að veitahún ábyrgðirsé öllumundirrituð þeimaf aðilumforseta sem styrkhæfir eru samkvæmt þeim lögumkirkjuráðs.
Yfirlýsing um ábyrgð sjóðsins skal vera undirrituð af öllum kirkjuráðsmönnum.
2. gr.
Jöfnunarsjóður sóknar getur veitt ábyrgðir í heild er nema allt að þriðjungi af árlegum tekjum sjóðsins að viðbættum ferföldum varasjóði ábyrgðardeildar, þó aldrei meira en nemur 2,5 földum árstekjum sjóðsins.
3. gr.
Jöfnunarsjóður tekst einungis á hendur ábyrgð á skuldum í íslenskum krónum samkvæmt skuldabréfum sem tekin eru hjá viðurkenndri lánastofnun eða viðurkenndum lánveitanda. Skilmálum má ekki breyta nema með samþykki kirkjuráðs.
4. gr.
Ábyrgð skal því aðeins veita, að sá er ábyrgðar óskar, þarfnist lánsfjár til framkvæmda, endurbóta á mannvirkjum, til kaupa á búnaði í kirkju eða safnaðarheimili, þ.m.t. hljóðfæri.
Ábyrgð má ekki veita nema eftirfarandi skilyrði séu uppfyllt:
a. | Lánsþörfina er ekki unnt að uppfylla á almennum markaði án ábyrgðar eða lánskjör eru sérlega óhagstæð. Þetta tekur einnig til skuldbreytinga. | |
b. | Greiðslumat liggur fyrir um að lánþegi geti staðið í skilum með lán sem ábyrgst er af sjóðnum. | |
c. | Umsækjandi fer að starfsreglum kirkjuþings í hvívetna við framkvæmd þess verkefnis sem óskað er ábyrgðar fyrir. |
5. gr.
Jöfnunarsjóði er heimilt að taka veð í fasteignum, svo og öðrum eignum, ef ástæða þykir til, til tryggingar þeim ábyrgðum sem ábyrgðardeildin veitir. Kirkjur verða þó ekki veðsettar samkvæmt þessu ákvæði.
6. gr.
Ábyrgðarþegi skal við veitingu ábyrgðar greiða ábyrgðargjald í eitt skipti er nemur 0,5% af höfuðstóli ábyrgðarskuldbindingar. Gjaldið rennur í ábyrgðardeild Jöfnunarsjóðs sókna.
7. gr.
Umsókn um ábyrgð Jöfnunarsjóðs skal send til kirkjuráðs. Henni skulu fylgja eftirtalin gögn:
a. | Ítarleg greinargerð um það verkefni, sem verja á lánsfénu til, ásamt rekstraráætlun þess aðila er óskar ábyrgðar. | |
b. | Veðbókarvottorð um þær eignir er veðsetja skal, svo og önnur skjöl um eignarheimildir. | |
c. | Gögn um stöðu veðskulda og annarra skulda. | |
d. | Ársreikningar fyrir að minnsta kosti tvö næstliðin ár. Skulu þeir vera í því formi og með þeim skýringum og gögnum er sjóðurinn kann að krefjast. | |
e. | Gögn um vátryggingar eigna umsækjanda. | |
f. | Önnur gögn sem kirkjuráð kann að óska eftir. |
8. gr.
Jöfnunarsjóður skal halda afskriftarreikning vegna veittra ábyrgða og skal hann á hverjum tíma gefa raunhæfa mynd af áætluðum afskriftum allra ábyrgða sjóðsins.
Varasjóður ábyrgðardeildar skal hið minnsta nema ¼ af heildarábyrgðum deildarinnar umfram 1/3 af tekjum sjóðsins, þó eigi minna en nemur áætluðum afskriftum.
9. gr.
Kirkjuráð skal fylgjast með rekstri þeirra aðila sem Jöfnunarsjóður hefur gengist í ábyrgð fyrir. Ábyrgðarþegar skulu láta í té ársreikninga ásamt skýrslum, bókhaldsgögnum og skýringum, er kirkjuráð telur nauðsynlegt vegna eftirlits síns.
10. gr.
Jöfnunarsjóður á þess ætíð kost að greiða gjaldfallnar afborganir og vexti, og getur skuldareigandi þá ekki gjaldfellt alla skuldina.
11. gr.
Nú verða vanskil á láni er Jöfnunarsjóður hefur tekið sjálfskuldarábyrgð á og getur þá skuldareigandi krafið sjóðinn beint um greiðslu skuldarinnar og þarf ekki að ganga að öðrum tryggingum vegna hennar.
12. gr.
Nú fellur ábyrgðargreiðsla á Jöfnunarsjóð og getur þá kirkjuráð haldið eftir af andvirði veittra styrkja úr sjóðnum til skuldara, ef því er að skipta, til greiðslu á gjaldfallinni ábyrgð.
13. gr.
Reglugerð þessi sem sett er samkvæmt heimild í 9. gr. laga um sóknargjöld o.fl. nr. 91 29. desember 1987 öðlast gildi 1. janúar 2002.
Dóms- og kirkjumálaráðuneytinu, 6. nóvember 2001.
Sólveig Pétursdóttir.
Hjalti Zóphóníasson.
Fyrirvari
Reglugerðir eru birtar í B-deild Stjórnartíðinda skv. 3. gr. laga um Stjórnartíðindi og Lögbirtingablað, nr. 15/2005, sbr. reglugerð um útgáfu Stjórnartíðinda nr. 958/2005.
Sé misræmi milli þess texta sem birtist hér í safninu og þess sem birtur er í útgáfu B-deildar Stjórnartíðinda skal sá síðarnefndi ráða.