Fara beint í efnið

Prentað þann 22. nóv. 2024

Breytingareglugerð

858/2022

Reglugerð um (1.) breytingu á reglugerð nr. 831/2022, um stjórn Landspítala.

1. gr.

Eftirfarandi breytingar eru gerðar á 2. gr. reglugerðarinnar:

  1. 2. málsl. 2. mgr. 2. gr. fellur brott.
  2. Á eftir 2. mgr. 2. gr. kemur ný málsgrein, svohljóðandi, og breytist röð annarra málsgreina samkvæmt því: Stjórnarmenn mega samhliða því hlutverki að sitja í stjórn hvorki sitja í framkvæmdastjórn spítalans né gegna starfi forstöðumanns á stofnuninni.
  3. Orðin "og áheyrnarfulltrúa" í 4. mgr. 2. gr. reglugerðarinnar falla brott.

2. gr.

Orðin "og áheyrnarfulltrúar", í 2. mgr. 3. gr. reglugerðarinnar falla brott.

3. gr.

2. málsl. 1. mgr. 4. gr. reglugerðarinnar orðast svo: Forstjóri og áheyrnarfulltrúar sitja stjórnarfundi nema stjórn ákveði annað í einstökum tilvikum og hafa þar málfrelsi og tillögurétt.

4. gr.

Í stað "Landspítala" í heiti 6. gr. reglugerðarinnar kemur: heilbrigðisþjónustu.

Í stað "Landspítala" í 1. málsl. 2. mgr. 6. gr. kemur: heilbrigðisþjónustu.

5. gr.

Reglugerð þessi, sem sett er með stoð í 6. mgr. 8. gr. a og 38. gr. laga nr. 40/2007, um heilbrigðisþjónustu, með síðari breytingum, öðlast þegar gildi.

Heilbrigðisráðuneytinu, 15. júlí 2022.

Willum Þór Þórsson.

Guðlaug Einarsdóttir.

Fyrirvari

Reglugerðir eru birtar í B-deild Stjórnartíðinda skv. 3. gr. laga um Stjórnartíðindi og Lögbirtingablað, nr. 15/2005, sbr. reglugerð um útgáfu Stjórnartíðinda nr. 958/2005.

Sé misræmi milli þess texta sem birtist hér í safninu og þess sem birtur er í útgáfu B-deildar Stjórnartíðinda skal sá síðarnefndi ráða.