Fara beint í efnið

Prentað þann 22. des. 2024

Breytingareglugerð

857/2022

Reglugerð um (1.) breytingu á reglugerð nr. 1111/2020, um heilbrigðisumdæmi og hlutverk, starfsemi og þjónustu heilsugæslustöðva, heilbrigðisstofnana og sjúkrahúsa.

1. gr.

Á eftir III. kafla reglugerðarinnar kemur nýr kafli: IV. kafli, Notendaráð heilbrigðisþjónustu, með einni grein, 12. gr. a, ásamt fyrirsögn, svohljóðandi, og breytist röð annarra kafla samkvæmt því:

12. gr. a

Skipan og hlutverk notendaráðs.

Ráðherra skipar sjö fulltrúa í notendaráð heilbrigðisþjónustu samkvæmt tilnefningu frá sjúklingasamtökum.

Hlutverk notendaráðs er að veita umsagnir um áætlanir heilbrigðisstofnana landsins er varða þjónustu við sjúklinga, svo sem starfsáætlanir. Forstjórar eða stjórn heilbrigðisstofnunar, eftir atvikum, skal tryggja að sjónarmið notendaráðs komi til skoðunar við ákvarðanatöku á valdsviði heilbrigðisstofnana um atriði er varða hagsmuni sjúklinga.

Notendaráð skal kjósa sér formann og annan til vara.
Notendaráð skal setja sér starfsreglur.
Notendaráð skal funda að minnsta kosti ársfjórðungslega.
Skipun notendaráðs er tímabundin til tveggja ára.

2. gr.

Reglugerð þessi, sem sett er með stoð í 38. gr. laga nr. 40/2007, um heilbrigðisþjónustu, með síðari breytingum, öðlast þegar gildi.

Heilbrigðisráðuneytinu, 14. júlí 2022.

Willum Þór Þórsson.

Ásta Valdimarsdóttir.

Fyrirvari

Reglugerðir eru birtar í B-deild Stjórnartíðinda skv. 3. gr. laga um Stjórnartíðindi og Lögbirtingablað, nr. 15/2005, sbr. reglugerð um útgáfu Stjórnartíðinda nr. 958/2005.

Sé misræmi milli þess texta sem birtist hér í safninu og þess sem birtur er í útgáfu B-deildar Stjórnartíðinda skal sá síðarnefndi ráða.