Fara beint í efnið

Ísland.is appið

Með ríkið í vasanum

Prentað þann 5. des. 2025

Breytingareglugerð

844/2025

Reglugerð um breytingu á reglugerð nr. 1597/2024 um Nýsköpunarsjóðinn Kríu.

1. gr.

7. gr. reglugerðarinnar orðast svo:

Til viðbótar við þau atriði sem tilgreind eru í 6. gr. skulu sjóðir sem Nýsköpunarsjóðurinn Kría tekur þátt í uppfylla eftirfarandi skilyrði:

  1. Stofnfé sjóðsins er að lágmarki tveir milljarðar króna að undanskildu því stofnfé sem
    Nýsköpunarsjóðurinn Kría skráir sig fyrir og sjóðurinn hafi fjármagnað að minnsta kosti 25% af heildar stofnfé, að undanskildu því stofnfé sem Nýsköpunarsjóðurinn Kría skráir sig fyrir, á þeim tíma sem umsókn er móttekin.
  2. Rekstraraðili eða ábyrgðaraðili sjóðsins skulu vera eigendur hluta í sjóðnum, auk að lágmarki þriggja einkafjárfesta sem eru ótengdir, ekki í samstarfi og hver um sig hefur skráð sig fyrir stofnfé sem nemur að minnsta kosti 10% af heildarstofnfé sjóðsins.
  3. Enginn einn fjárfestir hefur skráð sig fyrir stofnfé sem nemur meira en 50% af heildarstofnfé sjóðsins.
  4. Þeir aðilar sem koma að sjóðnum hafi umtalsverða reynslu, þekkingu og árangur í alþjóðlegu rekstrarumhverfi fjárfestinga í sprota- og nýsköpunarfyrirtækjum.
  5. Sjóðurinn hafi ekki á þeim tíma sem þátttaka Nýsköpunarsjóðsins Kríu er samþykkt, fjárfest hærra hlutfalli en sem nemur 25% af heildar stofnfé sínu.
  6. Sjóðurinn er sérhæfður sjóður eða sérhæfður EES-sjóður og hefur fengið heimild fjármálaeftirlits Seðlabanka Íslands til markaðssetningar á Íslandi í samræmi við lög um rekstraraðila sérhæfðra sjóða, nr. 45/2020, og er samkvæmt stofnsamningi sínum eða reglum bundinn því að fjárfesta öllu heildarfjármagnsframlagi sínu og óinnheimtu stofnfé, sem fjárfestar hafa skráð sig fyrir, í sprota- og nýsköpunarfyrirtækjum.
  7. Stofnsamningur, samþykktir eða reglur sjóðsins mæli að minnsta kosti fyrir um að:

    1. sjóðnum beri að fjárfesta að minnsta kosti því sem nemur framlagi Nýsköpunarsjóðsins Kríu af heildarfjármagnsframlagi sínu og óinnheimtu stofnfé, í sprota- og nýsköpunarfyrirtækjum með starfsemi á Íslandi,
    2. sjóðnum sé að meginstefnu til ætlað að fjárfesta snemma í vaxtaferli sprota- og nýsköpunarfyrirtækja,
    3. fjárfestar hafi enga aðkomu að ákvörðunum um fjárfestingar sjóðsins, það gildir þó ekki um rekstraraðila viðkomandi sjóðs, og
    4. sjóðurinn verði óvogaður.
  8. Sjóðurinn er settur upp í samræmi við það sem tíðkast alþjóðlega um sambærilega sjóði hvað varðar meðal annars félagaform, líftíma, þar sem skýr og raunhæf útgönguáætlun liggur fyrir, hlutverk og þátttöku fjárfesta, ávöxtunarkröfu fjárfesta, kostnað og ábata almennra þátttakenda.
  9. Sjóðurinn sé rekinn af sjálfstæðum rekstraraðila, sem hefur verið skráður hjá Fjármálaeftirliti Seðlabanka Íslands samkvæmt 7. gr. laga um rekstraraðila sérhæfðra sjóða.
  10. Rekstraraðili sjóðsins, sjóðurinn, stjórnendur hans og þeir fjárfestar sem hafa skráð sig fyrir stofnfé hafi nægilega reynslu af stofnun, rekstri og/eða aðkomu að sjóðum og sprota- og nýsköpunarfyrirtækjum að mati stjórnar Nýsköpunarsjóðsins Kríu sem og hafi nægilegan fjárhagslegan styrk og gott orðspor til að tryggja framgang sjóðsins og að markmiðum laga um Nýsköpunarsjóðinn Kríu, og reglugerðar þessarar, megi ná, að mati stjórnar sjóðsins

2. gr.

Eftirfarandi breytingar verða á 8. gr. reglugerðarinnar:

  1. Orðin "sem almennt skulu vera gegn mótframlagi" í 1. málsl. 1. mgr. falla brott.
  2. 2. málsl. 1. mgr. orðast svo: Stjórn sjóðsins tekur ákvarðanir um lánveitingar með hliðsjón af skilyrðum samkvæmt lögum um Nýsköpunarsjóðinn Kríu, reglugerð þessari og starfsreglum stjórnar og almennt skal miða við að breytanleg lán séu veitt gegn mótframlagi.
  3. Í stað prósentunnar "25%" í 4. málsl. 2. mgr. kemur: 30%.
  4. Þriðja málsgrein reglugerðarinnar fellur brott.
  5. Á eftir 1. málsl. 4. mgr. koma tveir nýir málsliðir sem orðast svo: Hámarkshlutfalllánveitinga innan hvers almanaksárs fer eftir samþykktri fjárfestingaráætlun og skilmálum sem settir kunna að verða í heimildagrein fjárlaga. Nýsköpunarsjóðnum Kríu er heimilt að nýta, til lánveitinga, það fjármagn sem kemur til í gegnum sölu eigna eða arð af fjárfestingum í samræmi við gildandi lög og reglur um sjóðinn.

3. gr.

Eftirfarandi breytingar verða á 9. gr. reglugerðarinnar:

  1. Í stað prósentunnar "25%" í 1. málsl. 2. mgr. kemur: 30%.
  2. 3. málsl. 2. mgr. fellur brott.
  3. Á eftir 2. mgr. kemur ný málsgrein, svohljóðandi: Hámarkshlutfall beinna fjárfestinga innan hvers almanaksárs fer eftir samþykktri fjárfestingaráætlun og skilmálum sem settir kunna að verða í heimildagrein fjárlaga, og skal miðað við að beinar fjárfestingar séu fjármagnaðar gegnum eigið fé sjóðsins, svo sem gegnum sölu eigna eða arð af fjárfestingum.

4. gr.

Reglugerð þessi er sett með heimild í 12. gr. laga um Nýsköpunarsjóðinn Kríu, nr. 90/2024, og öðlast þegar gildi.

Menningar-, nýsköpunar- og háskólaráðuneytinu, 14. júlí 2025.

Logi Már Einarsson.

Sigríður Valgeirsdóttir.

B deild - Útgáfudagur: 29. júlí 2025

Fyrirvari

Reglugerðir eru birtar í B-deild Stjórnartíðinda skv. 3. gr. laga um Stjórnartíðindi og Lögbirtingablað, nr. 15/2005, sbr. reglugerð um útgáfu Stjórnartíðinda nr. 958/2005.

Sé misræmi milli þess texta sem birtist hér í safninu og þess sem birtur er í útgáfu B-deildar Stjórnartíðinda skal sá síðarnefndi ráða.