Fara beint í efnið

Prentað þann 28. des. 2024

Breytingareglugerð

844/2020

Reglugerð um breytingu á reglugerð nr. 750/2016 um flugvernd.

1. gr.

Við 1. mgr. 53. gr. reglugerðarinnar bætist eftirfarandi stafliður:

  1. Framkvæmdarreglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2020/910 frá 30. júní 2020 um breytingu á framkvæmdarreglugerðum (ESB) 2015/1998, (ESB) 2019/103 og (ESB) 2019/1583 að því er varðar endurtilnefningu flugrekenda, rekstraraðila og eininga sem annast flugverndareftirlit vegna flugfarms og flugpósts sem kemur frá þriðju löndum sem og frestun tiltekinna krafna samkvæmt reglum að því er varðar netöryggi, bakgrunnsathugun, staðla um búnað til greiningar sprengiefnis og snefilgreiningartæki fyrir sprengiefni vegna COVID-19 heimsfaraldursins

Við 2. mgr. 53. gr. reglugerðarinnar bætist eftirfarandi stafliður:

  1. Ákvörðun framkvæmdastjórnarinnar C(2020) 4241 frá 30. júní 2020 um breytingu á framkvæmdarákvörðun framkvæmdastjórnarinnar C(2019) 132 Final hvað varðar frestun tiltekinna reglugerðarkrafna á sviði bakgrunnsathugana vegna COVID-19 heimsfaraldursins.

2. gr.

Framkvæmdarreglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2020/910 er birt sem fylgiskjal við reglugerð þessa.

3. gr.

Reglugerð þessi er sett samkvæmt heimild í 70. gr. d., sbr. 145. gr. laga um loftferðir nr. 60/1998 með síðari breytingum, og öðlast þegar gildi.

Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytinu, 28. ágúst 2020.

F. h. r.

Sigurbergur Björnsson.

Valgerður B. Eggertsdóttir.

Fyrirvari

Reglugerðir eru birtar í B-deild Stjórnartíðinda skv. 3. gr. laga um Stjórnartíðindi og Lögbirtingablað, nr. 15/2005, sbr. reglugerð um útgáfu Stjórnartíðinda nr. 958/2005.

Sé misræmi milli þess texta sem birtist hér í safninu og þess sem birtur er í útgáfu B-deildar Stjórnartíðinda skal sá síðarnefndi ráða.