Prentað þann 23. nóv. 2024
843/2022
Reglugerð um gildistöku reglugerða Evrópusambandsins um evrópska áhættufjármagnssjóði og evrópska félagslega framtakssjóði.
1. gr.
Með reglugerð þessari öðlast gildi eftirfarandi reglugerðir framkvæmdastjórnar Evrópu-sambandsins, sbr. 3. gr. laga nr. 2/1993 um Evrópska efnahagssvæðið og bókun 1 við EES-samninginn:
- Framseld reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) nr. 2019/819 um viðbætur við reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) nr. 346/2013 að því er varðar hagsmunaárekstra, mat á félagslegum áhrifum og upplýsingar til fjárfesta á sviði evrópskra félagslegra framtakssjóða, sbr. ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 66/2020 frá 30. apríl 2020 um upptöku reglugerðarinnar í IX. viðauka (frjálsir fjármagnsflutningar) við EES-samninginn. Reglugerðin er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi ESB nr. 55 frá 26. ágúst 2021, bls. 136-142.
- Framseld reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2019/820 um viðbætur við reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) nr. 345/2013 að því er varðar hagsmunaárekstra á sviði evrópskra áhættufjármagnssjóða, sbr. ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 66/2020 frá 30. apríl 2020 um upptöku reglugerðarinnar í IX. viðauka (frjálsir fjármagnsflutningar) við EES-samninginn. Reglugerðin er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi ESB nr. 55 frá 26. ágúst 2021, bls. 143-146.
2. gr.
Reglugerð þessi, sem sett er með heimild í 1. og 2. mgr. 16. gr. laga nr. 31/2022, um evrópska áhættufjármagnssjóði og evrópska félagslega framtakssjóði, öðlast þegar gildi.
Fjármála- og efnahagsráðuneytinu, 29. júní 2022.
F. h. r.
Guðrún Þorleifsdóttir.
Elísabet Júlíusdóttir.
Fyrirvari
Reglugerðir eru birtar í B-deild Stjórnartíðinda skv. 3. gr. laga um Stjórnartíðindi og Lögbirtingablað, nr. 15/2005, sbr. reglugerð um útgáfu Stjórnartíðinda nr. 958/2005.
Sé misræmi milli þess texta sem birtist hér í safninu og þess sem birtur er í útgáfu B-deildar Stjórnartíðinda skal sá síðarnefndi ráða.