Fara beint í efnið

Prentað þann 23. nóv. 2024

Brottfallin reglugerð felld brott 12. ágúst 2021

838/2020

Reglugerð um (1.) breytingu á reglugerð nr. 729/2020, um línuívilnun.

1. gr.

5. gr. reglugerðarinnar orðist svo:

Útgerðaraðili skal tilkynna Fiskistofu fyrir fram um upphaf þess tíma sem línuveiðar skv. 1. gr. eru fyrirhugaðar. Fiskistofa ákveður nánar hvernig tilkynningunni skuli háttað. Tilkynningin gildir þar til útgerðaraðilinn tilkynnir um annað.

2. gr.

Reglugerð þessi er sett samkvæmt lögum nr. 116/2006, um stjórn fiskveiða. Reglugerðin öðlast þegar gildi.

Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu, 25. ágúst 2020.

Kristján Þór Júlíusson
sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra.

Arnór Snæbjörnsson.

Fyrirvari

Reglugerðir eru birtar í B-deild Stjórnartíðinda skv. 3. gr. laga um Stjórnartíðindi og Lögbirtingablað, nr. 15/2005, sbr. reglugerð um útgáfu Stjórnartíðinda nr. 958/2005.

Sé misræmi milli þess texta sem birtist hér í safninu og þess sem birtur er í útgáfu B-deildar Stjórnartíðinda skal sá síðarnefndi ráða.