Prentað þann 14. nóv. 2024
829/2021
Reglugerð um (9.) breytingu á reglugerð nr. 451/2013 um þátttöku sjúkratrygginga í kostnaði sjúkratryggðra við tannlækningar.
1. gr.
1. mgr. 10. gr. reglugerðarinnar orðast svo:
Sjúkratryggingar Íslands taka þátt í kostnaði við nauðsynlegar tannlækningar vegna alvarlegra afleiðinga meðfæddra galla, slysa og sjúkdóma samkvæmt þessum kafla, sem veittar eru á grundvelli samninga milli Sjúkratrygginga Íslands og tannlækna, sbr. IV. kafla laga um sjúkratryggingar.
2. gr.
Eftirfarandi breytingar verða á 11. gr. reglugerðarinnar:
- 1. málsl. orðast svo:
Sjúkratryggingar Íslands greiða 50% kostnaðar samkvæmt umsaminni gjaldskrá vegna nauðsynlegra tannlækninga annarra en tannréttinga, vegna eftirtalinna atvika, enda sé um að ræða alvarlegar afleiðingar meðfæddra galla eða sjúkdóma: - Í stað ,,14. gr." í 1. tölul. kemur: 13. gr.
3. gr.
1. mgr. 12. gr. reglugerðarinnar orðast svo:
Sjúkratryggingar Íslands greiða 50% kostnaðar samkvæmt umsaminni gjaldskrá, við tannlækningar, aðrar en tannréttingar, vegna alvarlegra afleiðinga slysa þegar bætur þriðja aðila, þ.m.t. vátryggingafélaga, fást sannanlega ekki greiddar og slysatryggingar samkvæmt lögum um almannatryggingar bæta ekki kostnað, sbr. þó 15. gr.
4. gr.
13. gr. reglugerðarinnar fellur brott og breytist töluröð annarra greina sem því nemur.
5. gr.
17. gr. reglugerðarinnar sem verður 16. gr. orðast svo:
Sjúkratryggingar Íslands taka þátt í kostnaði við tannlækningar og tannréttingar skv. 14. og 15. gr. Greiðsluþátttaka skal nema 95% kostnaðar samkvæmt gjaldskrá tannlæknis enda hafi hún verið send Sjúkratryggingum Íslands áður en verk er unnið. Gjaldskrá tannlæknis skal ná yfir meðferð sem fram kemur í samningum um tannlækningar séu þeir fyrir hendi en ella í gjaldskrá Sjúkratrygginga Íslands fyrir tannlækningar sem ekki hefur verið samið um.
6. gr.
Orðin "sbr. einnig 13. og 17. gr.," í 21. gr. reglugerðarinnar falla brott.
7. gr.
Reglugerð þessi, sem sett er með stoð í 2. mgr. 20. gr., 1. mgr. 29. gr., 2. mgr. 38. gr. og 55. gr. laga um sjúkratryggingar, nr. 112/2008, með síðari breytingum, öðlast gildi 15. júlí 2021.
Heilbrigðisráðuneytinu, 12. júlí 2021.
F. h. r.
Ásta Valdimarsdóttir.
Þórunn Oddný Steinsdóttir.
Fyrirvari
Reglugerðir eru birtar í B-deild Stjórnartíðinda skv. 3. gr. laga um Stjórnartíðindi og Lögbirtingablað, nr. 15/2005, sbr. reglugerð um útgáfu Stjórnartíðinda nr. 958/2005.
Sé misræmi milli þess texta sem birtist hér í safninu og þess sem birtur er í útgáfu B-deildar Stjórnartíðinda skal sá síðarnefndi ráða.