Fara beint í efnið

Ísland.is appið

Með ríkið í vasanum

Prentað þann 27. mars 2025

Breytingareglugerð

828/2024

Reglugerð um (1.) breytingu á reglugerð nr. 460/2024 um strandveiðar.

1. gr.

Við reglugerðina bætist eftirfarandi ákvæði til bráðabirgða:

Þrátt fyrir ákvæði 7. og 8. mgr. 3. gr. reglugerðarinnar skal Fiskistofa fella úr gildi leyfi til strandveiða, frá sama tíma og strandveiðar eru stöðvaðar með auglýsingu í Stjórnartíðindum, sbr. 2. mgr. 2. gr. reglugerðarinnar, á árinu 2024.

2. gr.

Reglugerð þessi er sett með heimild í 6. gr. a. og 16. gr. laga nr. 116/2006 um stjórn fiskveiða. Reglugerðin öðlast þegar gildi og fellur úr gildi við lok fiskveiðiársins þann 31. ágúst 2024.

Matvælaráðuneytinu, 9. júlí 2024.

Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir.

Skúli Kristinn Skúlason.

Fyrirvari

Reglugerðir eru birtar í B-deild Stjórnartíðinda skv. 3. gr. laga um Stjórnartíðindi og Lögbirtingablað, nr. 15/2005, sbr. reglugerð um útgáfu Stjórnartíðinda nr. 958/2005.

Sé misræmi milli þess texta sem birtist hér í safninu og þess sem birtur er í útgáfu B-deildar Stjórnartíðinda skal sá síðarnefndi ráða.