Fara beint í efnið

Prentað þann 24. nóv. 2024

Breytingareglugerð

816/2015

Reglugerð um breytingu á reglugerð nr. 265/2008 um framkvæmd siglingaverndar.

1. gr.

Hvar sem orðin "Siglingastofnun" eða "Siglingastofnun Íslands", í hvers konar beygingarfalli, koma fyrir í reglugerðinni, kemur í viðeigandi beygingarfalli: Samgöngustofa.

2. gr.

D-liður 1. mgr. 2. gr. reglugerðarinnar orðast svo:

Höfn (port): Tiltekið landsvæði og hafsvæði sem skilgreint er af Samgöngustofu þar sem höfnin er staðsett, þar sem fram fer vinna og búnað er að finna sem er hannaður til að greiða fyrir flutningastarfsemi á sviði sjóflutninga í atvinnuskyni.

3. gr.

6. gr. reglugerðarinnar orðast svo:

Gera skal áhættumat fyrir hafnir sem falla undir þessa reglugerð. Hafnarstjórn skal láta gera tillögu að mati á mörkum hafnarsvæðis með tilliti til áhættumats hafnar samkvæmt reglugerð þessari. Tillagan skal borin undir Samgöngustofu til samþykktar.

Hafi mörk hafnaraðstöðu verið skilgreind í skilningi reglugerðar nr. 474/2007 þannig að þau nái með virkum hætti yfir höfnina skulu viðeigandi ákvæði reglugerðar EB nr. 725/2005, sbr. reglugerð nr. 474/2007 ganga framar þessari reglugerð.

Í áhættumati fyrir höfn skal að lágmarki taka tillit til þeirra krafna sem taldar eru upp í viðauka I.

Heimilt er að fela viðurkenndum verndaraðila skv. 10. gr., að gera áhættumat fyrir hafnir.

Áhættumat fyrir höfn skal hljóta samþykki Samgöngustofu, sem leitar áður umsagnar ríkislögreglustjóra.

4. gr.

Eftirfarandi breytingar verða á 7. gr. reglugerðarinnar:

  1. 1. mgr. orðast svo: Með fyrirvara um niðurstöðu áhættumats hafnar skal hafnarstjórn tryggja að verndaráætlun hafnar sé gerð, henni haldið við og hún uppfærð. Í verndaráætlun hafna skal taka á öllum aðstæðum í hinum ýmsu hlutum hafnar og samþætta verndaráætlanir fyrir hafnaraðstöðu innan marka hennar sem komið er á samkvæmt reglugerð nr. 474/2007.
  2. Á eftir 3. mgr. kemur ný málsgrein, sem verður 4. mgr. og orðast svo: Heimilt er að fela viðurkenndum verndaraðila skv. 10. gr., að gera verndaráætlanir fyrir hafnir.

5. gr.

Reglugerð þessi, sem sett er með heimild í 13. gr. laga um siglingavernd nr. 50/2004 og 4. mgr. 1. gr. laga um eftirlit með skipum nr. 47/2003, öðlast þegar gildi.

Innanríkisráðuneytinu, 1. september 2015.

Ólöf Nordal.

Ragnhildur Hjaltadóttir.

Fyrirvari

Reglugerðir eru birtar í B-deild Stjórnartíðinda skv. 3. gr. laga um Stjórnartíðindi og Lögbirtingablað, nr. 15/2005, sbr. reglugerð um útgáfu Stjórnartíðinda nr. 958/2005.

Sé misræmi milli þess texta sem birtist hér í safninu og þess sem birtur er í útgáfu B-deildar Stjórnartíðinda skal sá síðarnefndi ráða.