Prentað þann 16. mars 2025
814/2006
Reglugerð um innleiðingu reglugerðar ráðsins (EBE) nr. 3975/87 frá 14. desember 1987 sem setur reglur um beitingu samkeppnisreglna gagnvart fyrirtækjum á sviði flutninga í lofti.
Efnisyfirlit
1. gr.
Ákvæði samningsins um Evrópska efnahagssvæðið, sem vísað er til í 13. tl. 3. mgr. bókunar 21 við EES-samninginn, gildir hér á landi með þeim breytingum sem leiða af bókun 21, bókun 1 og öðrum ákvæðum samningsins. Eftirtaldar EB-gerðir gilda því hér á landi:
Reglugerð ráðsins (EBE) nr. 3975/87 frá 14. desember 1987 sem setur reglur um beitingu samkeppnisreglna gagnvart fyrirtækjum á sviði flutninga í lofti.
Reglugerð ráðsins (EBE) nr. 1284/91 frá 14. maí 1991 um breytingu á reglugerð ráðsins (EBE) nr. 3975/87 frá 14. desember 1987 sem setur reglur um beitingu samkeppnisreglna gagnvart fyrirtækjum á sviði flutninga í lofti.
2. gr.
Reglugerð ráðsins nr. 3975/87 frá 14. desember 1987, sbr. reglugerð ráðsins (EBE) nr. 1284/91, hefur verið breytt með eftirfarandi reglugerðum og gilda þær einnig hér á landi samkvæmt, ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 3/94 frá 8. febrúar 1994 og ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 130/2004 frá 24. september 2004:
Reglugerð ráðsins (EBE) nr. 2410/92 frá 23. júlí 1992 um breytingu á reglugerð ráðsins (EBE) nr. 3975/87 sem setur reglur um beitingu samkeppnisreglna gagnvart fyrirtækjum á sviði flutninga í lofti.
Reglugerð ráðsins (EB) nr. 1/2003 frá 16. desember 2002 um framkvæmd samkeppnisreglna sem mælt er fyrir um í 81. og 82. gr. sáttmálans.
3. gr.
Reglugerð ráðsins (EBE) nr. 3975/87 hefur áður verið birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi EB, sérriti S40, bls. 501-507.
Reglugerð ráðsins (EBE) nr. 1284/91 er birt sem fylgiskjal með reglugerð þessari.
Reglugerð ráðsins (EBE) nr. 2410/92 hefur áður verið birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi EB nr. 34, 15. september 1994, bls. 1.
Reglugerð ráðsins (EB) nr. 1/2003 hefur áður verið birt sem fylgiskjal með reglugerð nr. 652/2005 sem birt var í B-deild Stjórnartíðinda 2005, bls. 1419-1444.
4. gr.
Reglugerð þessi, sem sett er samkvæmt heimild í 32. gr. samkeppnislaga nr. 44/2005, öðlast þegar gildi.
Með þessari reglugerð fellur úr gildi 1. gr. a reglugerðar nr. 593/1993 um málsmeðferð og valdsvið eftirlitsstofnunar EFTA á sviði samkeppni samkvæmt samningnum um Evrópska efnahagssvæðið, sbr. reglugerð nr. 338/1996.
Viðskiptaráðuneytinu, 18. september 2006.
F. h. r.
Kristján Skarphéðinsson.
Jónína S. Lárusdóttir.
Fyrirvari
Reglugerðir eru birtar í B-deild Stjórnartíðinda skv. 3. gr. laga um Stjórnartíðindi og Lögbirtingablað, nr. 15/2005, sbr. reglugerð um útgáfu Stjórnartíðinda nr. 958/2005.
Sé misræmi milli þess texta sem birtist hér í safninu og þess sem birtur er í útgáfu B-deildar Stjórnartíðinda skal sá síðarnefndi ráða.